Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Sálfræðiviðtöl á Akureyri?
12.10.2016
Íslensk ættleiðing langar til að kanna þörf sinna félagsmanna fyrir viðtöl hjá Lárusi H. Blöndal, sálfræðingi. Stefnt er að hann komi til Akureyrar í nóvemberlok. Staðsetning og tími verður auglýst síðar ef nægur fjöldi skráninga næst.
Félagsmenn Íslenkrar ættleiðingar eru hvattir til að nýta sér þessa frábæru þjónustu.
Viðtölin eru ókeypis fyrir félagsmenn, en kosta annars kr. 13.000.-. Skráning viðtalstíma er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira
Stjórnarfundur 08.10.2016
08.10.2016
1. Upplýsingar frá NAC. 2. Upplýsingar frá NAC. 3. Ráðning starfsmanns skrifstofu. 4. Bóka fund með VEL v/ hækkunar á ættleiðingarstyrk. 5. Tæknilegar hagræðinga 6. Sýslumaður – fundur með sýslumanni og IRR
Lesa meira
Morgunblaðið - Sífellt færri ættleiðingar milli landa
05.10.2016
Einungis eitt barn hefur verið ættleitt frá útlöndum hingað til lands það sem af er ári, en þau voru 17 allt árið í fyrra. Kristinn Ingvarsson hjá Íslenskri ættleiðingu, sem hefur milligöngu um ættleiðingar erlendra barna á Íslandi, segir að sífellt færri börn séu ættleidd á milli landa í heiminum. Í heild voru 47 börn ættleidd á Íslandi árið 2015 og 37 börn árið 2014. Af þessum 47 börnum voru 28 ættleidd innan fjölskyldu. Í flestum tilvikum var stjúpfaðir kjörforeldri.
Tvö börn voru ættleidd á milli fjölskyldna á Íslandi 2015.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.