Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Mbl.is - „Þetta er dásamleg lífsreynsla“
03.08.2016
Ester Ýr Jónsdóttir hleypur 10 kílómetra í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka og safnar áheitum fyrir Íslenska ættleiðingu, en Ester og eiginmaður hennar eignuðust sitt fyrsta barn síðastliðið haust, þegar þau ættleiddu dreng frá Tékklandi.
Sonurinn valinn út frá foreldrunum
Ester segir nauðsynlegt er að fara í gegnum Íslenska ættleiðingu, ef ættleiða á erlendis frá. Ferli hennar hófst um mánaðamótin janúar-febrúar 2014 og fengu þau svokallað forsamþykki frá sýslumanninum í Reykjavík í júní sama ár. Hófst þá umsóknarferlið fyrir umsókn til Tékklands.
Lesa meira
DV - Stefan var ættleiddur til Íslands og hefur lengi leitað blóðforeldra sinna
29.07.2016
„Það er í raun einstakt að þetta skuli hafa tekist,“ segir Rúmeninn Stefan Octavian Gheorge, sem fæddur er 1997 og var ættleiddur til Íslands árið 2000 af íslenskum hjónum. Hann hefur lengi dreymt um að hafa uppi á rúmenskum blóðforeldrunum sínum.
Stefan hefur í nokkur ár leitað að þeim en ekki haft erindi sem erfiði. Stefan komst reyndar að því að þau voru einnig að leita að honum og núna fyrir skemmstu tókst þeim að komast í samband við Stefan. Hann er að vonum í sjöunda himni og hefur nú ákveðið að fara til Rúmeníu og hitta þau.
Lesa meira
Sumarleyfi - 11.júlí til 29.júlí
04.07.2016
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð vegna sumarleyfa í þrjár vikur í sumar, frá 11. júlí til 29. júlí. Þrátt fyrir að skrifstofan sé lokuð er þess vandlega gætt að mál sem þola enga bið fái afgreiðslu. Til þess að mæta þeim málum verður alltaf starfsmaður á bakvakt þessar vikur og verður fylgst með pósthólfi félagins.
Neyðarsími: 895-1480
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.