Fréttir

Mbl.is - „Þetta er dá­sam­leg lífs­reynsla“

Mbl.is - „Þetta er dá­sam­leg lífs­reynsla“
Ester Ýr Jóns­dótt­ir hleyp­ur 10 kíló­metra í Reykja­vík­ur­m­araþoni Íslands­banka og safn­ar áheit­um fyr­ir Íslenska ætt­leiðingu, en Ester og eig­inmaður henn­ar eignuðust sitt fyrsta barn síðastliðið haust, þegar þau ætt­leiddu dreng frá Tékklandi. Son­ur­inn val­inn út frá for­eldr­un­um Ester seg­ir nauðsyn­legt er að fara í gegn­um Íslenska ætt­leiðingu, ef ætt­leiða á er­lend­is frá. Ferli henn­ar hófst um mánaðamót­in janú­ar-fe­brú­ar 2014 og fengu þau svo­kallað for­samþykki frá sýslu­mann­in­um í Reykja­vík í júní sama ár. Hófst þá um­sókn­ar­ferlið fyr­ir um­sókn til Tékk­lands.
Lesa meira

DV - Stefan var ættleiddur til Íslands og hefur lengi leitað blóðforeldra sinna

DV - Stefan var ættleiddur til Íslands og hefur lengi leitað blóðforeldra sinna
„Það er í raun einstakt að þetta skuli hafa tekist,“ segir Rúmeninn Stefan Octavian Gheorge, sem fæddur er 1997 og var ættleiddur til Íslands árið 2000 af íslenskum hjónum. Hann hefur lengi dreymt um að hafa uppi á rúmenskum blóðforeldrunum sínum. Stefan hefur í nokkur ár leitað að þeim en ekki haft erindi sem erfiði. Stefan komst reyndar að því að þau voru einnig að leita að honum og núna fyrir skemmstu tókst þeim að komast í samband við Stefan. Hann er að vonum í sjöunda himni og hefur nú ákveðið að fara til Rúmeníu og hitta þau.
Lesa meira

Sumarleyfi - 11.júlí til 29.júlí

Sumarleyfi - 11.júlí til 29.júlí
Skrifstofa Íslenskrar ættleiðingar verður lokuð vegna sumarleyfa í þrjár vikur í sumar, frá 11. júlí til 29. júlí. Þrátt fyrir að skrifstofan sé lokuð er þess vandlega gætt að mál sem þola enga bið fái afgreiðslu. Til þess að mæta þeim málum verður alltaf starfsmaður á bakvakt þessar vikur og verður fylgst með pósthólfi félagins. Neyðarsími: 895-1480
Lesa meira

Svæði