Fréttir

Að byrja í leik- og grunnskóla á Akureyri og nágrenni

Að byrja í leik- og grunnskóla á Akureyri og nágrenni
Íslensk ættleiðing stendur að fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin kl. 17:00 þriðjudaginn 21. júní. Leiðbeinendur eru Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu og Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Fræðslan fer fram að Huldugili 56 Akureyri. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Stjórnarfundur 14.06.2016

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 2. Mánaðarskýrsla skrifstofu 3. Húsnæðismál félagsins 4. Starfsmannamál 5. Málefni Tógó 6. Sýslumaður 7. Stjórnarfundur NAC og Euradopt og ráðstefna 8. Önnur mál (45 ára afmæli stjórnmálasambands Kína og Íslands)
Lesa meira

Lokað vegna ráðstefnu

Lokað vegna ráðstefnu
Starfsmenn og stjórn Íslenskrar ættleiðingar eru á leið til Hollands á ráðstefnu EurAdopt. Skrifstofan verður því lokuð frá og með þriðjudeginum 31.maí til og með föstudeginum 3.júní. Ef erindi félagsmanna þola ekki bið er hægt að ná í framkvæmdastjóra félagsins símleiðis (8951480).
Lesa meira

Svæði