Fréttir

Stjórnarfundur 17.05.2016

1. Fundargerð frá stjórnarfundi 12. apríl 2016 2. Mánaðarskýrsla framkvæmdastjóra 3. Fjárhagsáætlun 2016 4. Starfsmannamál skrifstofu 5. Handbók stjórnar og starfsfólks 6. Vinnulag vegna rannsókna 7. Önnur mál (Samstarf, EurAdopt, álaf á varaformann)
Lesa meira

Okkar dagur á Akureyri

Okkar dagur á Akureyri
Íslensk ættleiðing stendur fyrir degi fræðslu, umræðna og ráðgjafar laugardaginn 21. maí n.k. á Akureyri. Þar munu reynslumikið og kunnáttufólk mæta og halda fyrirlestra, varaformaður Íslenskra ættleiðingar og framkvæmdarstjóri þess kynna félagið og svara spurningum og sálfræðingur félagsins verður með viðtöl. Dagskráin verður sem hér segir: Kl. 10:00. Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra á fyrstu árum skólagöngunnar. Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir grunnskólakennari, MA í sérkennslu og móðir tveggja ættleiddra barna heldur fyrirlesturinn "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra umfram önnur börn á fyrstu árum skólagöngunnar" Umfjöllunin byggir á rannsókn hennar á skólaaðlögun ættleiddra barna. Varpað er ljósi á sameiginlega þætti margra ættleiddra barna er varða skólagöngu þeirra og hvað hægt er að gera til að auka vellíðan þeirra í skólanum. Kl. 11:00. Hvernig gengur? Í fyrirlestri sínum "Hvernig hefur gengið?" mun Dr.Jórunn Elídóttir dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri og móðir ættleidds barns, fjalla um þessa spurningu, sem margir foreldrar fá þegar heim er komið með ættleidd börn sín. Algengt svar foreldra er „það gengur allt vel“. Skoðað verður m.a. hvað felst í þessu svari og afleiðingar þess. Þá verður farið í ákveðna þætti sem foreldrar þurfa að vera vakandi fyrir í uppeldi barna sinna. Kl. 12:00 - 13:00. Félagið okkar og framtíðin. Elísabet Hrund Salvarsdóttir varaformaður ÍÆ og Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri ÍÆ kynna félagið, stöðu þess og framtíðarsýn. Boðið verður upp á léttar veitingar. Kl. 10:00. Viðtöl. Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ verður til viðtals frá kl. 10:00. Boðið verður bæði upp á fyrstu viðtöl og almenn ráðgjafaviðtöl. Fyrirlestrarnir og ráðgjöfin verða í Brekkuskóla, Laugargötu. Skráning er á heimasíðu ÍÆ. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlestrana á netinu. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra. Fyrirlestrarnir og ráðgjöfin verða í Brekkuskóla, Laugargötu. Skráning er á heimasíðu ÍÆ. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlestrana á netinu. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Sagan mín - að heiman og heim

Sagan mín - að heiman og heim
Hvernig er að vera ættleiddur einstaklingur á Íslandi - upplifun, lærdómur, tilfinningar. Erindi Júlíusar fer fram á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, sal E, fimmtudaginn 28.apríl 2016, kl. 20:00. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á erindið á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Svæði