Fréttir

Að byrja í leik- og grunnskóla

Að byrja í leik- og grunnskóla
Íslensk ættleiðing stendur fyrir fræðslu fyrir foreldra barna sem eru að byrja í leik- eða grunnskóla. Fræðslan verður haldin á skrifstofu félagsins Skipholti 50 b, 2. hæð til hægri. Mánudagurinn 6. júní kl. 20:00. Grunnskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Anna Katrín Eiríksdóttir þroskaþjálfi og sérkennari og Guðbjörg Grímsdóttir grunn- og framhaldsskólakennari. Miðvikudagurinn 8. júní kl. 20:00. Leikskólafræðslan. Leiðbeinendur eru Díana Sigurðardóttir og Sigurrós Ingimarsdóttir leikskólakennarar.
 Skráning er á heimasíðu ÍÆ. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlestrana á netinu. Gjaldfrítt er fyrir félagsmenn en kostar kr.1000 fyrir aðra.
Lesa meira

Frábær dagur á Akureyri

Frábær dagur á Akureyri
Íslensk ættleiðing var með "Okkar dag" í Brekkuskóla, Akureyri laugadag 21. maí. sl. Þar voru tveir mjög áhugaverðir fyrirlestar. Ingibjörg Margrét Magnúsdóttir, grunnskólakennari og MA í sérkennslu hélt fyrirlesturinn "Skólaaðlögun ættleiddra barna og sérstaða þeirra umfram önnur börn á fyrstu árum skólagöngunnar" og Dr.Jórunn Elídóttir, dósent í kennaradeild hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri var með fyrirlestur sem hún nefndi "Hvernig hefur gengið?". Elísabet Hrund Salvarsdóttir varaformaður ÍÆ og Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri ÍÆ kynntu félagið, stöðu þess og framtíðarsýn og svöruðu spurningum. Þá var Lárus H. Blöndal, sálfræðingur ÍÆ með viðtöl. Eftir fyrirlestrana, umræður og ráðgjöfina hittumst foreldra með börn sín í sundlaug Akureyrar og áttu góð stund saman. Við hjá Íslenskri ættleiðingu þökkum Ingibjörgu Margréti og Jórunni fyrir þeirra framlag og auk þess þökkum við Jóhönnu Maríu fyrir afnot af húsnæði Brekkuskóla og ánægjuleg samskipti. Gaman að sjá hve vel var mætt og að almenn ánægja virtist vera með þennan dag Íslenskrar ættleiðingar á Akureyri.
Lesa meira

Bæjarins besta - Varð þriggja barna móðir á einni nóttu

Bæjarins besta - Varð þriggja barna móðir á einni nóttu
Unnur Björk Arnfjörð og eiginmaður hennar hafa staðið í ströngu undanfarið ár, og er óhætt að segja að lífi þeirra líkt og þau áður þekktu hafi verið kollvarpað á síðasta ári, er loks komst í gegn ættleiðing þeirra hjóna og ekki bara á einu barni, sem oftar en ekki er vaninn, heldur á þremur bræðrum frá Tékklandi. Það er ekki auðvelt að ímynda sér breytinguna sem varð á lífi þeirra, sem fór úr því að vera barnlaus hjón í lítilli íbúð í Reykjavík, yfir í að vera fimm manna fjölskylda í stóru húsi á Ísafirði. Eiginmaður Unnar Bjarkar er Páll Kristbjörn Sæmundsson og hafa þau komið sér afar vel fyrir í fallegu, háreistu húsi í Mánagötunni, þar sem synirnir þrír: Sæmundur Petr, sem er nýorðinn sex ára, Einar Jón Pavel sem verður fimm ára í október og Jóhann Elí Jaroslav, þriggja ára lifa líkt og blómi í eggi.
Lesa meira

Svæði