Fréttir

Mbl.is - Fór á breyt­inga­skeiðið 29 ára

Mbl.is - Fór á breyt­inga­skeiðið 29 ára
Ester Ýr Jóns­dótt­ir líf­efna­fræðing­ur, vissi ekki hvernig lífið gæti verið án verkja. Frá ung­lings­aldri hafði hún verið uppþembd og með túr­verki sem ágerðust þannig að hún átti orðið erfitt með að fram­kvæma það sem venju­legu fólki finnst eðli­legt að gera eins og fara í lík­ams­rækt og stunda vinnu. Árið 2009 var hún greind með en­dómetríósu sem er ólækn­andi sjúk­dóm­ur. Þeir sem eru með en­dómetríósu finna gjarn­an fyr­ir sár­um tíðar­verkj­um, verkj­um á milli blæðinga og við egg­los, melt­ing­ar­trufl­un­um, sárs­auka við þvag­lát, sárs­auka við kyn­líf og síþreytu. 40% kvenna með en­dómetríósu glíma við ófrjó­semi. Ester Ýr er með en­dómetríósu á fjórða stigi sem er mjög al­var­leg út­gáfa af sjúk­dómn­um og var hún far­in að finna veru­lega fyr­ir ein­kenn­um hans. Ekki er þó alltaf beint sam­hengi á milli þess hversu mikið sjúk­dóm­ur­inn grass­er­ar í kviðar­hol­inu og þar með á hvaða stigi hann er og því hversu mikið kona finn­ur fyr­ir ein­kenn­um hans.
Lesa meira

Sterk sjálfsmynd - breytingar á tímum

Sterk sjálfsmynd - breytingar á tímum
Kristín Tómasdóttir heldur sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir stelpur 10-13 ára. Á námskeiðinu verður leitast við að kenna þátttakendum þrennt: 1) Að þekkja hugtakið sjálfsmynd. 2) Að þekkja eigin sjálfsmynd. 3) Leiðir til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin sjálfsmynd. Áhersla verður lögð á áhrifaþætti sem geta haft mjög mótandi áhrif á sjálfsmynd stelpna. Notast verður við hugræna atferlisnálgun þar sem jákvæðar og neikvæðar hliðar þessara áhrifaþátta verða skoðaðar og þátttakendum kennt að einbeita sér á hinu jákvæða. Dagskrá: 3. apríl 2016 - Hópefli og hugtakið sjálfsmynd kynnt. 10. apríl 2016 - Sjálfsmyndir og fjölskyldan. 17. april 2016 - Sjálfsmyndin og vinir/vinkonur. 24. apríl 2016 - Sjálfsmyndin sem ættleidd stelpa. 1. maí 2016 - Sjálfsmyndin og útlit/heilsa. 8. maí 2016 - Einstaklingsmiðuð "uppskrift" að jákvæðri sjálfsmynd. Námskeiðið verður frá kl. 10:30 til 12:00 í öll skiptin og verður haldið í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar, Skipholti 50 b. Innifalið í verði er kennsla, kennslugögn og hressing á námskeiðinu (ávextir). Í lok námskeiðsins fá þátttakendur kennslugögnin með sér heim. Þátttökugjald fyrir börn félagsmanna er kr. 24.900, en fyrir börn utanfélagsmanna er kr. 34.900. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Aðstoðarmaður Kristínar á námskeiðinu verður Kristín Lovísa Lárusdóttir sem hefur víðtæka reynslu að vinna með börnum og unglingum auk þess að vera ættleidd sjálf.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Þann 16.03.2016 hittu hjónin Þorkell Ingi og Sigrún Inga son sinn í fyrsta sinn. Þegar þau komu á barnaheimilið beið hann þeirra með eftirvæntingu enda er biðin eftir því að þau fái að hittast búin að vera löng. Ingi Frans hljóp beint í fangið á foreldrum sínum, hann var mjög hljóður og hélt fast í þau og vildi ekki fara úr fangi móður sinnar. Það leið ekki á löngu áður en foreldrar hans fengu að sjá fallega brosið hans sem er svo einlægt, fallegt og bræðir alla sem sjá. Einnig skein persónuleiki hans meira og meira í gegn eftir því sem feimnin minnkaði. Ingi Frans er hress og jákvæðir drengur sem hefur gaman af því að tjá sig bæði í tali, söng og skemmtilegum barnslegum dansi. Í Tógó fóru Þorkell, Sigrún og Ingi Frans í sund, göngutúra, á leikvelli og fleira og kynntust hvert öðru meira og meira auk þess sem foreldrar hans sýndu Inga Fransi myndir af ættingjum hans á Islandi. Þar á meðal var systir hans Karlotta Rós, 16 ára gömul sem beið spennt eftir að fá að hitta bróður sinn. Það var mikill hamingjudagur þegar Ingi Frans útskrifaðist af barnaheimilinu og síðustu undirskriftunum lauk. Það var hreinlega eins og það væri allt bjart og það var hreinlega ekki hægt að hætta að brosa. Heimferðin frá Tógó til Íslands var á afmælisdegi Sigrúnar og er vart hægt að hugsa sér betri afmælisgjöf.
Lesa meira

Svæði