Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
27. janúnar 2016 - takið daginn frá
23.12.2015
Fyrsti mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar verðu haldinn í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00, miðvikudaginn 27. janúar. Fyrirlestari verður Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir og höfundur bókanna Árin sem engin man, Fyrstu 1000 dagarnir og Hvað gengur fólki til? og mun hún fjalla um tengsl. Fyrirlesturinn verður auglýstur nánar síðar.
Við óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári og þökkum allt liðið
Lesa meira
Námskeiðið
18.12.2015
Gert er ráð fyrir að halda tvö undirbúningsnámskeið "Er ættleiðing fyrir mig? á næsta ári 2016. Hvert námskeið eru alls 25 klukkustundir sem deilist á þrjá daga þ..e. fyrri hluti á laugardegi og sunnudegiog síðan seinni hluti u.þ.b. mánuði síðar á laugardegi.
Námskeiðin verða haldin í húsnæði Árbæjarsafns í Reykjavík og verða þau auglýst nánar síðar. Dagsetningarnar eru hér birtar með fyrirvara. Ef dagsetningar breytast eitthvað verður það auglýst sérstaklega.
Námskeið 1:
- Fyrri hluti: 9.4 - 10. 4 2016.
- Seinni hluti: 22.5 2016.
Námskeið 2:
- Fyrri hluti: 24.09 - 25.09 2016.
- Seinni hluti: 22.10 2016.
Lesa meira
DV - „Fann allt smella saman í sálinni“
18.12.2015
Þrjátíu árum eftir að Brynja var ættleidd frá Srí Lanka leitar hún nú upprunans – Tilfinningaþrungin stund að fá fæðingarvottorðið – Langar að hitta líffræðilega móður sína
Þar til á miðvikudag átti Brynja Valdimarsdóttir aðeins eina mynd af móður sinni, frá þeirra síðustu samverstund á Sri Lanka fyrir ættleiðinguna. Nú hefur hún stigið fyrstu skrefin í leit að uppruna sínum, 30 árum eftir að hún var ættleidd.
Svör við brennandi spurningum Þar til á miðvikudag átti Brynja Valdimarsdóttir aðeins eina mynd af móður sinni, frá þeirra síðustu samverstund á Sri Lanka fyrir ættleiðinguna. Nú hefur hún stigið fyrstu skrefin í leit að uppruna sínum, 30 árum eftir að hún var ættleidd.
Mynd: Marella Steinsdóttir
Á miðvikudaginn, þrjátíu árum eftir að Brynja Valdimarsdóttir var ættleidd til Íslands frá Srí Lanka, fékk hún loks svör við spurningum sem brunnið höfðu á henni um árabil varðandi uppruna sinn. Hún hafði í höndunum umslag frá innanríkisráðuneytinu sem hún hafði óskað eftir rúmri viku áður. Í umslaginu var fæðingarvottorð hennar og önnur skjöl sem hún hafði loksins, eftir áralanga forvitni, ákveðið að kalla eftir upp á von og óvon um að þau væru til. Þrjátíu árum eftir að móðir hennar hér á landi sótti hana sex vikna gamla og veikburða frá Srí Lanka þann 14. desember 1985 til ættleiðingar ...
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.