Fréttir

Hvað er svona merkilegt við tengsl?

Hvað er svona merkilegt við tengsl?
Undanfarin ár hafa rutt sér til rúms kenningar um mikilvægi öruggra tengsla barna og foreldra þeirra. En hvað meinum við þegar við tölum um tengsl? Og hvernig stuðlum við að öruggum tengslum við börnin okkar?   Í erindinu verða kynnt hugtök sem varpa ljósi á tengslamyndun. Jafnframt verður fjallað um hvernig hægt sé að skilja og bregðast við vanda barna sem ekki hafa myndað örugg tengsl í frumbernsku.   Sæunn Kjartansdóttir er sálgreinir. Hún er einn stofnenda Miðstöðvar foreldra og barna sem sérhæfir sig í meðferð foreldra og ungbarna. Hún er höfundur bókanna Árin sem enginn man, Áhrif frumbernskunnar á börn og fullorðna og Fyrstu 1000 dagarnir. Barn verður til. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00, miðvikudaginn 27. janúar. Þeim sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á heimasíðu Íslenskrar ættleiðingar. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Mbl.is - Eng­ar ætt­leiðing­ar úr flótta­manna­búðum

Mbl.is - Eng­ar ætt­leiðing­ar úr flótta­manna­búðum
Eng­in heim­ild er til staðar hér á landi til að greiða fyr­ir ætt­leiðing­um barna úr flótta­manna­búðum. Þetta kem­ur fram í svari inn­an­rík­is­ráðherra við fyr­ir­spurn Jó­hönnu Maríu Sig­munds­dótt­ur um ætt­leiðing­ar munaðarlausra barna úr flótta­manna­búðum. Í svari ráðherra seg­ir m.a. að Íslensk ætt­leiðing sé eina lög­gilta ætt­leiðing­ar­fé­lagið hér á landi og það hafi lög­gild­ingu til að hafa milli­göngu um ætt­leiðing­ar frá Búlgaríu, Fil­ipps­eyj­um, Indlandi, Kína, Kól­umb­íu, Tékklandi og Tógó.
Lesa meira

Rúv.is - Búlgörsk börn ganga kaupum og sölum

Rúv.is - Búlgörsk börn ganga kaupum og sölum
Svört verslun með börn blómstrar á Balkanskaga. Búlgarskt barn kostar á bilinu frá 150 þúsund krónum og upp í sex milljónir, drengir eru dýrari en stúlkur. Eftirspurnin meðal grískra para sem ekki hefur orðið barna auðið er mikil. Talið er að hundruð barna séu seld mansali á ári hverju. Þetta kemur fram í viðamikilli úttekt vefmiðilsins Balkan Insight.
Lesa meira

Svæði