Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Góður og fjölmennur fyrirlestur
01.12.2015
Almenn ánægja var með fyrirlestur Helga Jónssonar, geðlæknis "Áföll og tengsl" sem haldin var fimmtudaginn 26. nóvember. Fyrirlesturinn var vel sóttur bæði af þeim sem komu og þeim sem fylgdust með á netinu. Í erindinu sínu fjallaði Helgi um mikilvægi góðra tengsla og aðbúnaðar í uppvextinum og áhrif þess á mótun einstaklingsins og heilsu hans í framtíðinni. Að fyrirlestri loknum sköpuðust góðar og gagnlegar umræður.
Netútsendingin gekk snuðrulaust fyrir sig og ber sérstaklega að þakka Ara Þór Guðmanssyni tæknimanni hjá Sensa og félagsmanni ÍÆ fyrir góða hjálp og þolinmæði.
Lesa meira
Rúv.is - Ættleiðingar alltaf síðasta lausnin
01.12.2015
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, segir að ættleiðingar á flóttabörnum milli landa sé ávalt síðasta lausnin, þegar sameining við fjölskyldu er þaulreynd.
Fyrirspurn var lögð fram á Alþingi í gær til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þar sem hún var spurð að því hvort hún hefði kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttamannabúðum.
Í tilkynningu frá UNICEF segir að það sé skiljanlegt að fólk hugsi til þess möguleika að ættleiða börn frá Sýrlandi en það sé hvorki skynsamlegasti kosturinn né sá sem mest þörf er á. Langflest barnanna eigi ættingja sem geti tekið þau að sér eða hafi orðið viðskila við foreldra sína. Verkefnið er og verði að ná að sameina þessi börn fjölskyldu sinni. UNICEF og aðrar hjálparstofnanir vinni að því hörðum höndum.
Lesa meira
Stundin - Jóhanna spyr um ættleiðingar - UNICEF varar við þeim
01.12.2015
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna á Íslandi (UNICEF) hefur birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna umræðu um ættleiðingu barna frá Sýrlandi. Samtökin minna á mikilvægi þess að sameina fjölskyldur, en Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, lagði í vikunni fram fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra um hvort ráðherrann hafi kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttabúðum. Þá nefndi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í stefnuræðu sinniá Alþingi í byrjun september að mögulega væri hægt að einfalda ættleiðingu barna frá Sýrlandi og öðrum stríðshrjáðum löndum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.