Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Rúv.is - Íslendingar ættleiði börn úr flóttamannabúðum
30.11.2015
Jóhanna María Sigmundsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, hefur lagt fram fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra, um hvort ráðherrann hafi kannað möguleika á því að Íslendingar ættleiði munaðarlaus börn úr flóttamannabúðum.
Þá spyr þingmaðurinn einnig hvort innanríkisráðherra hyggist beita sér fyrir því að auðvelda slíkar ættleiðingar. Í samtali við fréttastofu segist Jóhanna líta á fyrirspurn sína sem áskorun til ráðherra að kanna þennan möguleika til hlítar.
Lesa meira
TENGSL OG ÁFÖLL
17.11.2015
Fyrirlesari er Helgi Jónsson geðlæknir. Eftir sérnám í Danmörku þar sem hann lagði áherslu á samtalsmeðferð, starfaði hann á geðdeild LSH um skeið á göngu- og hópmeðferðardeildum. Frá 2007 hefur hann eingöngu starfað á eigin stofu og þjónustað Janus endurhæfingu og Þraut ehf með ráðgjöf og meðferð geðsjúkra.
Í erindinu mun hann fjalla um mikilvægi góðra tengsla og aðbúnaðar í uppvextinum og áhrif þess á mótun einstaklingsins og heilsu hans í framtíðinni.
Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg kl. 20:00, fimmtudaginn 26. nóvember. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu.
Skráning á fræðsluna er hér
Skráning ef þú vilt fylgjast með á netinu er hér
Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.