Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Útvarp Saga - Síðdegisútvarpið
05.11.2015
Kolbrún Baldursdóttir fjallar um ættleiðingar og tekur viðtal við Kristbjörgu Ólafsdóttur og Sigríði Grétu Þorsteinsdóttur
Lesa meira
Vísir.is - Ættleiðingar samkynhneigðra leyfðar í Kólumbíu
05.11.2015
Stjórnarskrárdómstóll í Kólombíu hefur úrskurðað að pör af sama kyni geti nú ættleidd börn í landinu. Fram til þessa hafði slíkt aðeins verið leyfilegt ef barnið var afkvæmi annars aðilans í sambandinu.
Dómstóllinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ættleiðingarþjónustur mættu ekki mismuna viðskiptavinum sínum á grundvelli kynferðis og því skyldi öllum heimilt að ættleiða, svo framarlega sem öll lagaleg skilyrði væru uppfyllt.
Lesa meira
Spennandi og áhugaverður fyrirlestur
30.10.2015
Mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar var haldin sl. í miðvikudagskvöld 28. október í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesari kvöldins var Rakel Rán Sigurbjörnsdóttir, MA í fjölskyldumeðferð. Hún hefur unnið með börnum frá fæðingu til sex ára og foreldrum þeirra.
Þess má geta að Rakel Rán er um þessar mundir að ljúka framhaldsnámi á meistarastigi í fjölskyldumeðferð við University of Massachusettes Boston.
Fyrirlestur hennar var skipt upp í tvo meginhluta. Í fyrri hluta fyrirlesturins fjallað Rakel Rán um mikilvæg atriði varðandi heilaþroska barna, skiptingu heilans í gamla heila og nýja, hvernig taugatengingar verða til og hversu háður heilinn er umhverfi sínu og nánustu tengslaaðilum. Í seinni hluta fyrirlestursins kynnti hún mismunandi tengslagerðir fólks, öruggar og óöruggar og hvernig þær geta haft áhrif á andlega og félagslega heilsu. Auk þess varpaði hún ljósi á leiðir til að ýta undir tilfinningalega þrautseigju barna, sjálfstraust og vellíðan til lengri tíma.
Mæting á fyrirlesturinn var mjög góð og nokkrir nýttu sér möguleikann að fylgjast með fyrirlestrinum á netinu. Almenn ánægja var með fyrirlestur Rakelar og kjölfar hans sköpuðust líflegar og fræðandi umræður.
Við bendum á heimasíðu Rakelar Ránar: fyrstuarin.is og hvetjum fólk til að sjá mjög spennandi og fræðandi efni um tengsl og heilastarfsemina þ.e. Stillface experiment (https://www.youtube.com/watch?v=apzXGEbZht0) og Experiences Build Brain Architecture (https://www.youtube.com/watch?v=VNNsN9IJkws).
Við hörmum og biðjumst velvirðingar á smá töfum sem urðu á því að fyrirlesturinn gæti hafist tilsettum tíma sem var vegna óviðráðanlegra tæknilegra ástæðna. ÍÆ mun kappkosta draga úr líkunum á því að slíkt gerist aftur.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.