Fréttir

Sterkari sjálfsmynd - námskeið fyrir 10-12 ára stelpur

Sterkari sjálfsmynd - námskeið fyrir 10-12 ára stelpur
Kristín Tómasdóttir heldur námskeið fyrir stelpur 10-12 ára sem hún byggir á nýjustu bók sinni Stelpur- tíu skref að sterkari sjálfsmynd. Námskeiðinu er ætlað að styrkja sjálfsmynd þátttakanda og leggur Kristín áherslu á þrennt: 1) Hvað orðið sjálfsmynd merkir. 2) Hvernig þú getur lært að þekkja eigin sjálfsmynd. 3) Leiðir til þess að standa vörð um sjálfsmynd sína.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í morgun hittu Sigþór Örn og Ester Ýr drenginn sinn í fyrsta skipti á barnaheimilinu þar sem hann hefur dvalið og með því lauk áralangri bið þeirra eftir að eignast barn. Tilhlökkunin er búin að vera mikil og var sérstök tilfinning að vakna í morgun í síðasta skipti – barnlaus. Tilhlökkunin var svo mikil að þau mættu hálftíma of snemma á barnaheimilið. Sigþór Örn og Ester Ýr funduðu með sálfræðingnum og starfsfólki barnaheimilisins áður en þau fengu að hitta drenginn sinn, þau fengu helstu upplýsingar um hann og fengu tækifæri til að spyrja um hans daglega líf.
Lesa meira

Stjórnarfundur 10.11.2015

1. Fundargerð. 2. Húsnæðismál. 3. Meðferð ættleiðingamála. 4. Jólaball. 5. Eftirlit IRR vegna þjónustusamnings. 6. Löggilding á Indlandi. 7. Þjónustusamningur við VITA.
Lesa meira

Svæði