Fréttir

Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?

Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?
Fyrirlestur Gyðu Haraldsdóttur á fræðslukvöldi Íslenskrar ættleiðingar 25. febrúar kl. 20:00 Gyða er sálfræðingur með sérhæfingu í þroskafrávikum barna. Hún er forstöðumaður á Þroska- og hegðunarstöð (ÞHS) sem heyrir undir Heilsugæslu höfuðborgarsvæðis en veitir þjónustu á landsvísu. Þjónustusviðið er breitt og tekur m.a. til þverfaglegrar greiningar þroska-, hegðunar og tilfinningavanda hjá börnum að 18 ára aldri, fræðslu, ráðgjafar og meðferðar. Fræðslu- og þjálfunarnámskeið, fyrir börn, foreldra og fagfólk er stór þáttur í starfseminni. Í erindinu verður starfsemi ÞHS kynnt í stórum dráttum og sú þjónusta sem þar stendur börnum og foreldrum til boða. Þá verður sérstaklega rætt hvort og hvaða úrræði ÞHS henta foreldrum ættleiddra barna og hvort þörf sé á að koma á aðlöguðum eða annars konar úrræðum til að mæta þörfum þessa foreldrahóps. Þess er vænst að skapast geti gagnlegar umræður sem gætu orðið grunnur að tengingu og samstarfi milli ÞHS og Íslenskrar ættleiðingar. Fyrirlesturinn fer fram í hátíðarsal Tækniskólans við Háteigsveg miðvikudaginn 25. febrúar, klukkan 20:00. Þeir sem eiga ekki heimangengt er boðið upp á fyrirlesturinn á netinu. Skráning er á isadopt@isadopt.is. Ókeypis er fyrir félagsmenn en kostar kr. 1000 fyrir utanfélagsmenn.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Nú í morgun sameinaðist fjölskylda í Most í Tékklandi. Alastair og Dagný ásamt dætrunum tveimur Ástu og Alice fóru til Tékklands til að hitta Daníel Kevin, litla bróður. Það var mögnuð stund þegar þau hittust í fyrsta skipti. Þegar Daníel Kevin sá foreldra sína í fyrsta skipti hljóp hann að og náði í myndirnar sem þau höfðu sent honum og höfðu verið notaðar til í undirbúningnum fyrir komu þeirra. Hann var alveg með það á hreinu hverjir voru að koma. Daníel Kevin er duglegur, hugrakkur og forvitinn prakkari og stutt í brosið hjá honum. Fjölskyldan er í sjöunda himni með daginn og Ásta og Alice trúa því varla enn að þær séu loksins búnar að eignast lítinn bróður. Umsókn Alastair og Dagnýjar var samþykkt af yfirvöldum í Tékklandi 28. febrúar 2011 og voru þau pöruð við Daníel Kevin 10. desember 2014. Þau voru því á biðlistga í Tékklandi þrjú ár og níu mánuði. Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinast með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar á þessu ári. Nú hafa 17 börn verið ættleitt frá Tékklandi til Íslands.
Lesa meira

Biðlistahittingur

KÆRU ÞIÐ SEM ERUÐ Á BIÐLISTA Þeir sem eru á biðlista hafa ákveðið að hittast 15. hvers mánaðar í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar Skipholti 50b, annari hæð til hægri. Um er að ræða óformlegan hitting til að skapa tækifæri til að hittast, spjalla saman, læra hvort af öðru, styðja hvort annað og hafa gaman saman. Frekari upplýsingar er hægt að fá í síma 588 14 80 eða með því að senda póst á netfangið isadopt@isadopt.is.
Lesa meira

Svæði