Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Aðalfundur 26. mars 2015
07.03.2015
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar boðar til aðalfundar sem haldinn verður á Hilton hóteli, Suðurlandsbraut 2, 108 Reykjavík, 2.hæð salur F, fimmtudaginn 26. mars 2015, kl. 20:00.
Lesa meira
Aðalfundur 2015
27.02.2015
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar 2015 verður haldinn fimmtudaginn 26. mars, klukkan 20.
Lesa meira
„Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?“
26.02.2015
Annar mánaðarfyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar þetta árið var haldinn í gærkvöldi miðvikudaginn 25. febrúar sl. í Tækniskólanum í Reykjavík. Fyrirlesturinn bar yfirskriftina „Er þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar eitthvað fyrir foreldra ættleiddra barna?“. Fyrirlesarinn var Gyða Haraldsdóttir sálfræðingur og forstöðumaður á Þroska- og hegðunarstöð. Mætingin var góð og var ánægjulegt hve margir nýttu sér að fylgjast með fyrirlestrinum á netinu. Ari Þór Guðmannsson átti vega og vanda af tæknilegri útfærslu þessarar leiðar og á hann sérstakar þakkir skilið fyrir það. Almenn ánægja var með fyrirlesturinn. Umræðan í kjölfar hans var mjög áhugaverð og spennandi þar sem fólk velti fyrir sér hvort og á hvern hátt þjónusta Þroska- og hegðunarstöðvar gæti nýst fyrir ættleidd börn og foreldra þeirra. Almennur áhuga var á því að halda þeirri umræðu áfram og finna mögulegar leiðir til að sinna þörfum þessa hóps. Við þökkum Gyðu fyrir góðan fyrirlestur og við hlökkum til væntanlegs samstarfs.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.