Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
MBL - „Vildi vita meira um rætur mínar“
26.05.2013
„Á meðan ferðinni stóð, áttaði ég mig meira og meira á því hversu sænsk ég var í raun og veru,“ segir Lisa Kanebäck. Hún var stödd hér á landi ásamt vini sínum Sebastian Johansson, en þau voru sem börn ættleidd til Svíþjóðar frá Kolkata á Indlandi. Þau sneru bæði til baka á síðasta ári þar sem þau unnu meðal annars á barnaheimilinu þar sem Lisa dvaldi fyrstu mánuði ævi sinnar. Um helgina stóð Íslensk ættleiðing fyrir fræðslufundum um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum. Á fundinum deildu Lisa og Sebastian reynslu sinni, upplifun, vonum og væntingum og vakti frásögn þeirra athygli fundargesta.
Lesa meira
STÖÐ 2 - Ættleidd börn fræðast um upprunann
26.05.2013
http://visir.is/section/MEDIA99&fileid=VTV51795117-94CA-4FBE-8C72-2C36EFDDABF0
Lesa meira
VÍSIR - Ættleidd ungmenni í leit að uppruna sínum
25.05.2013
„Það er alltaf að aukast að ungt fólk komi til okkar í upprunaleit,“ segir Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar, sem stendur fyrir fræðslufundum um helgina um leit ættleiddra ungmenna að uppruna sínum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.