Fréttir

MBL - Ætlaði að selja börn 16 kvenna

MBL - Ætlaði að selja börn 16 kvenna
Sextán ófrískum konum var í dag bjargað úr húsi í Nígeríu þar sem þeim var haldið gegn vilja sínum, en talið er að meðal annars hafi átt að selja börn þeirra. Maðurinn sem grunaður er um að hafa rekið heimilið hefur verið handtekinn. Að sögn lögreglu var hann handtekinn fyrir samskonar glæp fyrir tveimur árum.
Lesa meira

MBL - Segja barnið fá brenglaða sýn á lífið

MBL - Segja barnið fá brenglaða sýn á lífið
Rússar hyggjast nú þrengja lög um ættleiðingar í landinu enn frekar. Með lagabreytingunni verður einstaklingum frá löndum þar sem hjónabönd samkynhneigðra eru leyfð samkvæmt lögum ekki heimilað að ættleiða rússnesk börn.
Lesa meira

Hamingjustund

Hamingjustund
Í dag sameinaðist fjölskylda í Tékklandi. Hulda Sólrún hitti Guðmund Martin í fyrsta skipti og áttu þau dásamlega stund saman. Þetta er fimmta fjölskyldan sem sameinast með milligöngu félagsins á árinu. Umsókn Huldu Sólrúnar var samþykkt af tékkneskum yfirvöldum 18. júní 2012 og biðtíminn því eitt ár uppá dag. Guðmundur Martin er áttunda barnið sem er ættleitt frá Tékklandi með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar.
Lesa meira

Svæði