Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hamingjustund
25.02.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Wuhan í Kína. Sverrir Þór og Guðrún Fanney hittu dóttur sína Arndísi Ling í fyrsta skipti og áttu dásamlega stund saman.
Þetta er önnur fjölskyldan sem sameinst með milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í ár.
Umsókn Sverris Þórs og Guðrúnar var samþykkt af yfirvöldum í Kína 13.október 2006.
Lesa meira
Indlandsheimsókn á enda
21.02.2013
Ráðstefnu Cara um ættleiðingar á Indlandi er nú lokið. Sendinefnd Íslendinga hefur orðið margs vísari og mun greina frá því á kynningu með félagsmönnum á næstu dögum.
Miðstjórnvaldið íslenska var í för með fulltrúum ættleiðingarfélagsins eins og komið hefur fram og það var mikils virði fyrir okkur að bæði ráðherrann okkar og ráðuneytisstjórinn höfðu tækifæri til að sitja fyrsta hluta ráðstefnunnar.
Lesa meira
Straumar og stefnur á Indlandi / NAC
20.02.2013
Fræðslufyrirlestur Íslenskrar ættleiðingar
Annar fræðslufyrirlestur ársins verður haldinn í hátíðarsal Tækniskólans (gamla Sjómannaskólans) þriðjudaginn 5.mars kl. 20:00 – 22:00.
Hörður Svavarsson og Kristinn Ingvarsson munu segja frá ráðstefnu CARA um ættleiðingar frá Indlandi og heimsókn Innanríkisráðherra til ISRC í Kolkata.
Anna Katrín Eiríksdóttir fulltrúi ÍÆ í stjórn NAC mun einnig segja frá síðasta fundi samtakanna sem haldinn var í Kaupmannahöfn á dögunum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.