Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Hamingjustund
25.03.2013
Í dag sameinaðist fjölskylda í Hebei í Kína. Hjalti og Korinna fengu son sinn í fangið í fyrsta skipti og áttu saman yndislega stund.
Þetta er fjórða fjölskyldans sem sameinast með milligöngu félagins í ár.
Umsókn Hjalta og Korinnu var samþykkt í af kínverskum yfirvöldum 29. ágúst 2012.
Lesa meira
Kynning á frambjóðendum til stjórnar ÍÆ
17.03.2013
Eins og kom fram í fundarboði verður kosið um fjögur sæti stjórnarmanna að þessu sinni. Hafa sitjandi stjórnarmenn þau Ágúst Guðmundsson, Árni Sigurgeirsson, Anna Katrín Eiríksdóttir og Vigdís Ósk Sveinsdóttir öll tilkynnt að þau gefi kost á sér til stjórnarsetu áfram og auk þeirra buðu sig fram þau Katrín Oddsdóttir og Þorkell Ingi Ingimarsson sem er núna varamaður í stjórn ÍÆ.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.