Fréttir

Skemmtilegt jólaball

Árlega stendur skemmtinefnd fyrir fjölmörgum viðburðum fyrir félagsmenn ÍÆ og börn þeirra. Metnaðarfull dagskrá er lögð fram á hverju ári og ber þar alltaf hæst útileguna og jólaballið.
Lesa meira

Fyrirhuguð endurskoðun á samþykktum ÍÆ

Fyrirhuguð endurskoðun á samþykktum ÍÆ
Á aðalfundi félagsins sem haldinn var í gærkvöldi kynnti Hörður Svavarsson, formaður félagsins, umræðu sem farið hefur fram innan stjórnar félagsins um að tímabært sé að taka samþykktir félagsins til heildarendurskoðunar. Einstaka þættir í samþykktum félagsins geta virst á skjön við Haagsamninginn um alþjóðlegar ættleiðingar og kunna að hamla því að félagið fái löggildingar til að annast milligöngu um ættleiðingar í nýjum ríkjum sem leitað veður til.
Lesa meira

Stutt í næsta aðalfund

Stutt í næsta aðalfund
Í samþykktum Íslenskrar ættleiðingar segir m.a: Aðalfundur skal haldinn í marsmánuði ár hvert. Skal hann boðaður bréflega eða með öðrum sannanlegum hætti með minnst þriggja vikna fyrirvara. Venja er að aðalfundir félagsins séu haldnir í lok mars og þá gjarnan á fimmtudegi. Það má því fastlega gera ráð fyrir að aðalfundur ÍÆ 2013 verði haldinn 28. mars klukkan 20 og boðaður eigi síðar en þann 7. mars.
Lesa meira

Svæði