Fréttir

MBL - Komin heim með dæturnar

MBL - Komin heim með dæturnar
Hjónin Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir eru komin heim til Íslands með dæturnar Helgu Karólínu og Birnu Salóme. „Þetta er búinn að vera hreint út sagt alveg meiriháttar dagur. Við erum svo glöð að vera komin heim með dætur okkar,“ skrifa þau áfacebooksíðu sína í nótt.
Lesa meira

DV - „Við erum komin heim!!!“ Fjölskyldan komin frá Kólumbíu og sameinuð á Íslandi

DV - „Við erum komin heim!!!“ Fjölskyldan komin frá Kólumbíu og sameinuð á Íslandi
Friðrik Kristinsson og Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir eru loksins komin heim frá Kólumbíu með dætur sínar þær Helgu Karólínu og Birnu Salóme. Þau greina frá þessu á Facebook síðu fjölskyldunnar. Þau hafa verið föst í Kólumbíu frá því í desember fyrir ári síðan en þá komu þau fyrst til landsins í þeim tilgangi að ættleiða stúlkurnar tvær. Eitthvað fór úrskeiðis þegar kom að pappírsvinnunni með þeim afleiðingum að þau þurftu að reka mál sitt fyrir réttarkerfinu í Kólumbíu. Stór veisla var haldin í tilefni af komu fjölskyldunnar heim til Íslands. Í upphafi færslunnar á Facebook segir einfaldlega: „Við erum komin heim!!!!“ Ljóst er að þungu fargi er af þeim létt.
Lesa meira

VÍSIR - Kólumbíumartröðin á enda:

VÍSIR - Kólumbíumartröðin á enda:
Hjónin Bjarnhildur Hrönn Níelsdóttir og Friðrik Kristinsson eru komin heim með dætur sínar tvær, Helgu Karólínu og Birnu Salóme, eftir ársdvöl í Kólumbíu. Hjónin ættleiddu stúlkurnar en það reyndist þrautin þyngri því ættleiðingarmálið fór fyrir dómstóla, þar sem það hefur verið í eitt ár. Hjónin sögðu í júní á þessu ári að baráttan við yfirvöld í landinu hafi verið martröð.
Lesa meira

Svæði