Fréttir

Stjórnarmenn í ÍÆ

Stjórnarmenn í ÍÆ
Við breytingar á samþykktum ÍÆ sem gerðar voru á Aðalfundi árið 2006 var ákveðið að framboð til stjórnarkjörs skuli tilkynna til skrifstofu ÍÆ a.m.k. tveimur vikum fyrir stjórnarfund. Í reglugerð um ættleiðingarfélög segir m.a. Stjórnarmenn félags, starfsmenn og aðrir sem kunna að vinna í þágu félagsins, skulu hafa þekkingu á þeim málum er varða ættleiðingar á erlendum börnum. Þeim ber einkum að hafa góða þekkingu á ákvæðum Haagsamningsins og íslenskum lögum og reglum um ættleiðingar en einnig á lögum samstarfsríkja félagsins.
Lesa meira

Aðalfundi lokið

Aðalfundi lokið
Vel sóttum aðalfundi Í.Æ. lauk klukkan 21:55 í kvöld. Fundurinn var áður boðaður þann 28. mars en var frestað vegna óvissu um gerð þjónustusamnings við Innanríkisráðuneytið. Þegar meirihluti fjárlaganefndar lagði fram tillögur um breytingar á fjárlagafrumvarpiinu var ljóst að unt væri að starfrækja félagið áfram og þá kom stjórn þess strax saman og boðaði aðalfundinn með minnsta mögulega fyrirvar, sem er þrjár vikur.
Lesa meira

Jólaskemmtun ÍÆ

Fimmtudaginn 27. desember kl. 16-18 er jólaball íÆ. Ballið er haldið í sal Tækniskólans við Hallgrímskirkju.
Lesa meira

Svæði