Fréttir

Aðalfundur 2012 verður 27. desember

Aðalfundur 2012 verður 27. desember
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður að hátíðarsal Fjöltækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, 27. desember 2012, kl. 20. Fundurinn var áður boðaður þann 28. mars en var frestað vegna óvissu um gerð þjónustusamnings við Innanríkisráðuneytið.
Lesa meira

VÍSIR - Bíða bara vegabréfsáritunar

VÍSIR - Bíða bara vegabréfsáritunar
Útlit er fyrir að að íslensk fjölskylda, sem hefur verið föst í Kólumbíu í tæpt ár, sé á leið heim á allra næstu dögum. Þau bíða aðeins eftir vegabréfsáritun, sem er á leið frá Íslandi í sænska sendiráðið í Bogotá.
Lesa meira

Kjörforeldrar á Íslandi - einkenni þunglyndis og stuðningur í kjölfar alþjóðlegra ættleiðinga. Höfundur Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir

Kjörforeldrar á Íslandi - einkenni þunglyndis og stuðningur í kjölfar alþjóðlegra ættleiðinga. Höfundur Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir
Lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda Leiðbeinandi: Hrefna Ólafsdóttir Félagsráðgjafardeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Desember 2012 Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvort einkenni þunglyndis væru merkjanleg meðal kjörforeldra sem ættleitt hafa börn milli landa og tíðni þeirra einkenna. Í erlendum rannsóknum hafa slík einkenni verið skilgreind sem ættleiðingarþunglyndi. Annað markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig þátttakendur skilgreindu þörf sína fyrir þjónustu fagaðila eða annarra um stuðning og ráðgjöf í kjölfar ættleiðinga. Rannsóknaniðurstöður voru settar í samhengi við niðurstöður sambærilegra erlendra rannsókna. Rannsóknin var framkvæmd á haustmánuðum 2012 og var notuð megindleg aðferðafræði. Gagnaöflun fór fram með rafrænum spurningalista sem lagður var fyrir þá kjörforeldra sem ættleitt hafa barn milli landa með milligöngu félagsins Íslensk ættleiðing á árunum 2007-2012 (n=144). Alls svöruðu 79 þátttakendur, 20 karlar og 59 konur og var svarhlutfall 54,9%. Spurningar um bakgrunn og ættleiðinguna voru lagðar fyrir þátttakendur ásamt sjálfsmatskvarða, Patient Health Questionnaire (PHQ-9) sem metur einkenni þunglyndis samkvæmt greiningarviðmiðum DSM-IV-TR. Niðurstöður leiddu í ljós að einkenni þunglyndis voru ekki merkjanleg hjá 81,4% þátttakenda, væg einkenni voru merkjanleg hjá 17,1% þeirra og miðlungs einkenni mældust hjá 1,4% þátttakenda. Enginn þátttakandi mældist með alvarleg eða mjög alvarleg einkenni þunglyndis. Ekki reyndist vera tölfræðilega marktækur munur milli kynjanna. Tíðni einkennanna var sambærileg tíðni í erlendum rannsóknum. Þátttakendur leituðu eftir aðstoð til maka og annarra kjörforeldra í mun meira mæli en til fagaðila. Ástæður þess að þátttakendur leituðu til fagaðila var vanlíðan kjörbarns, tengslamyndun eða vanlíðan annarra fjölskyldumeðlima. Niðurstöður sýndu jafnframt að þátttakendur hefðu kosið þjónustu fagaðila í mun meira mæli en þeir fengu.
Lesa meira

Svæði