Fréttir

VÍSIR - Ríkið styrkir fjölskylduna í Kólumbíu um þrjár milljónir

VÍSIR - Ríkið styrkir fjölskylduna í Kólumbíu um þrjár milljónir
Ríkisstjórn Íslands hefur ákveðið að verja þremur milljónum af ráðstöfunarfé sínu til að styrkja fjölskylduna sem dvalið hefur í Kólumbíu í níu mánuði í þeim tilgangi að ættleiða þaðan tvær stúlkur.
Lesa meira

Sendinefnd frá Kína heimsækir ÍÆ - Fjölskyldum boðið í móttöku

Sendinefnd frá Kína heimsækir ÍÆ - Fjölskyldum boðið í móttöku
Sendinefnd frá kínversku ættleiðingaryfirvölunum, CCCWA, heimsækir Ísland í boð Íslenskrar ættleiðingar þann 17. september. Sendinefndin verður hér í fjóra daga og fundar með fulltrúum yfirvalda og ÍÆ. Nefndin hefur sérstaklega óskað eftir að fá að hitta börn sem ættleidd hafa verið frá Kína og fjölskyldur þeirra. Við munum því efna til móttöku fyrir félagsmenn sem ættleitt hafa frá Kína og fjölskyldur þeirra meðan sendinefndin dvelur hér og munum kynna stað og stund fljótlega.
Lesa meira

Rannsókn á líðan og stuðningi

Rannsókn á líðan og stuðningi
Í september hefst rannsóknin „Viðbrögð, líðan og stuðningur kjörforeldra á Íslandi í kjölfar ættleiðingar barna erlendis frá“. Rannsóknin er gerð á vegum félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands og er lokaverkefni Heiðu Hraunberg Þorleifsdóttur til meistaragráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf en Heiða Hraunberg er einnig kjörmóðir. Markmið rannsóknarinnar er að fá upplýsingar um sálfélagslega líðan kjörforeldra á Íslandi í kjölfar ættleiðingar barna erlendis frá með höfuðáherslu á depurðar- og þunglyndiseinkenni. Slík einkenni hafa í mörgum rannsóknum verið skilgreind sem ættleiðingarþunglyndi og er hér ætlunin að kanna tíðni, eðli og viðbrögð við einkennunum.
Lesa meira

Svæði