Fréttir

Vísir - Styðja félög eins og kostur er

Nordicphotos/AfP
Nordicphotos/AfP

INNLENT

KL 02:45, 26. JANÚAR 2010
 
Í skýrslu UNESCO frá árinu 2007 kemur fram að áætlað sé að um 300 þúsund munaðarlaus börn séu á Haítí. Víst er að sú tala hefur hækkað verulega eftir jarðskjálftann fyrr í mánuðinum.Nordicphotos/AfP
Í skýrslu UNESCO frá árinu 2007 kemur fram að áætlað sé að um 300 þúsund munaðarlaus börn séu á Haítí. Víst er að sú tala hefur hækkað verulega eftir jarðskjálftann fyrr í mánuðinum. Nordicphotos/AfP
 

Skapist skilyrði til að koma á formlegu ættleiðingarsambandi við Haítí mun dómsmálaráðuneytið styðja við ættleiðingarfélögin eins og kostur er, segir Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra.

Íslensk ættleiðing hefur lýst áhuga á ættleiðingum frá Haítí í kjölfar náttúruhamfaranna í landinu í bréfi til ráðherra.

Ragna segist skilja erindið þannig að ætli alþjóðasamfélagið að bregðast við ástandinu með því að ættleiða börn úr landi sé skorað á íslensk stjórnvöld að láta ekki sitt eftir liggja. Ekki sé farið fram á það að íslensk stjórnvöld taki upp á sitt einsdæmi að hafa frumkvæði að ættleiðingum frá Haítí meðan ástandið í landinu sé svo viðkvæmt.

Skiljanlegt er að myndir af hörmungunum á Haítí veki upp sterkar tilfinningar, og óskir um að börnin verði ættleidd til annarra landa.

Aldrei á að taka ákvörðun um ættleiðingu eða varanlega umönnun barns strax í kjölfar hamfara eins og urðu á Haítí, segir í yfirlýsingu frá SOS Barnaþorpum. 
Samtökin vinna að því ásamt öðrum hjálparsamtökum að tryggja börnum á Haítí umönnun, skjól, mat, vatn, föt og öryggi. Markmið samtakanna er að sameina fjölskyldur þegar því verður við komið.- bj


Svæði