Skilyrði

 

Helstu þættir til skoðunar á hæfi tilvonandi umsækjenda í Kína eru eftirfarandi: 

  1. Tilvonandi ættleiðingarforeldrar, það er par, karl og kona, í traustu hjónabandi eða einhleyp kona án tilhneigingar til samkynhneigðar, geta ættleitt barn frá Kína.
  2. Tilvonandi ættleiðingarforeldrar ættu að vera orðir þrítugir að aldri.
    Þegar hjón ættleiða saman og yngri makinn í hjónabandinu er eldri en fimmtugur, ætti aldursmunur yngra makans og ættleidda barnsins ekki að vera meiri en 50 ár.

Aldursmunur einhleyprar ættleiðingarmóður og ættleidda barnsins ætti ekki að vera meiri en 45 ár.

  1. Þegar hjón ættleiða ættu tilvonandi ættleiðingarforeldrar að vera í traustu hjónabandi. Hafi hvorugt hjónanna áður verið í hjónabandi, ætti núverandi hjónaband að hafa varað í tvö ár. Hafi annað hvort hjónanna verið gift áður (að hámarki í tveimur hjónaböndum) ætti núverandi hjónaband að hafa varað í fimm ár.
  2. Tilvonandi ættleiðingarforeldrar ættu að vera vel á sig komin bæði líkamlega og andlega og ekki glíma við eitthvert eftirfarandi vandamála:

(1)   Þroskaskerðingu,
(2)   Vera HIV-jákvæð eða með smitnæman sjúkdóm með virku smiti
(3)   Geðklofa
(4)   Andlegar raskanir, svo sem oflæti, kvíða, fælni, depurð, þráhyggju o.s.frv.
Hjón sem ættleiða, eru með væg einkenni þannig vanda og hafa stjórn á honum með töku lítilla lyfjaskammta, eru undanþegin eftirfarandi takmörkunum.
(5)   Blindu á báðum augum, sjónskerðingu á báðum augum eða blindu á öðru auga án gerviauga,
(6)   Heyrartap á báðum eyrum eða missi talgetu. Tilvonandi ættleiðingarforeldrar sem ættleiða börn með sömu vandamál eða þar sem annað hjónanna er við fulla heilsu eru undanþegnir eftirfarandi takmörkunum.
(7)   Skort á hreyfigetu eða röskun á virkni útlima eða líkama vegna skerðingar, ófullkomins útlims, lömunar eða vansköpunar og alvarlegrar vansköpunar í andliti.
(8)   Veikindi sem krefjast langvarandi meðferðar. Sem dæmi má nefna meinvörp, átuberkla, nýrungaheilkenni, flogaveiki, heila- og mænusigg o.s.frv. Ættleiði hjón og sé annað hjónanna við fulla heilsu en hitt glímir við eitthvert ofangreindra vandamála sem það hefur náð tökum á með meðferð, eru þau undanþegin eftirfarandi takmörkunum.
(9)   Lífsnauðsynlegur líffæraflutningur á síðustu tíu árum. Ættleiði hjón og sé annað hjónanna við fulla heilsu og hitt hefur fengið nýtt líffæri á síðustu tíu árum en lifir nú eðlilegu daglegu lífi, eru þau undanþegin eftirfarandi takmörkunum.
(10)          Líkamsþyngdarstuðull (BMI = þyngd (kg) / hæð2 (m2))  ≥ 40.

  1. Tilvonandi ættleiðingarforeldrar ættu að hafa menntun sem samsvarar stúdentsprófi hið minnsta eða starfs- eða tækniréttindi á sambærilegu stigi.
  2. Tilvonandi ættleiðingarforeldrar (eða a.m.k. annað hjóna, ættleiði hjón) ætti að hafa fast starf og tekjur. Árlegar heildarfjölskyldutekjur fjölskyldunnar, þar með talið tilvonandi ættleitt barn, ættu að vera að lágmarki 10.000 bandaríkjadalir og heildareignir fjölskyldunnar að lágmarki 80.000 bandaríkjadalir. (net worth)

Þegar reiknaðar eru út árlegar heildarfjölskyldutekjur einhleyps foreldris sem ættleiðir ætti fjöldi fjölskyldufólks að vera einum fleiri en fjöldi fjölskyldufólks að ættleiðingu lokinni og heildareignir fjölskyldunnar ættu að lágmarki að vera 100.000 bandaríkjadalir. (net worth)

Við útreikning á árlegum heildarfjölskyldutekjum er ekki reiknað með styrktarsjóði, lífeyri, örorkubótum, niðurgreiðslu umönnunargreiðslna o.s.frv.

Uppfylli tilvonandi ættleiðingarforeldrar ekki kröfur ofangreindrar greinar um árlegar heildarfjölskyldutekjur og eignir fjölskyldu en staða þeirra er engu að síður betri en að staðarmeðaltali, er hægt að slaka á kröfunum í samræmi við það, séu fullnægjandi gögn lögð fram því til staðfestingar.

  1. Tilvonandi ættleiðingarforeldrar ættu að hafa nægan tíma og krafta til þess að annast börn í fjölskyldunni, þar með talið tilvonandi ættleitt barn. Hvað ættleiðingu einhleyps foreldris varðar ættu að vera færri en 3 börn í fjölskyldunni undir 18 ára aldri og yngsta barnið ætti að vera orðið 6 ára.
  2. Tilvonandi ættleiðingarforeldrar ættu ekki að vera á sakaskrá, hafa góða siðferðisvitund, koma fram af heiðarleika og fara að lögum og reglum og ekki að eiga sér sögu um:

(1)   heimilisofbeldi, kynferðislega misnotkun eða að hafa yfirgefið börn eða farið illa með þau (burtséð frá því hvort um handtöku eða sakfellingu var að ræða),
(2)   notkun vímuefna, þar með talið ópíum, morfín, maríjúana, kókaín, heróín, metamfetamín til reykinga o.s.frv.
(3)   misnotkun áfengis en hætt að drekka fyrir skemmri tíma en tíu árum.

Umsókn um ættleiðingu verður tekin til íhugunar ef tilvonandi ættleiðingarforeldrar hafa þrjár eða færri færslur í sakaskrá vegna minniháttar brota og án alvarlegra afleiðinga og að þeir hafi sýnt af sér bætta hegðun í minnst tíu ár, eða hafa brotið 5 sinnum eða sjaldnar af sér í umferðinni og án alvarlegra afleiðinga.

  1. Tilvonandi ættleiðingarforeldrar ættu að hafa notið þjálfunar fyrir ættleiðingu með það fyrir augum að veita munaðarlausum og fötluðum börnum kærleiksríkt heimili með ættleiðingu og að uppfylla þarfir hins ættleidda barns fyrir heilbrigt þroskaferli. Tilvonandi ættleiðingarforeldrar ættu að vera andlega reiðubúnir fyrir mögulega áhættu við ættleiðingar frá öðrum löndum til þess að hafa fullnægjandi skilning á henni og vanda vegna mögulegra sjúkdóma hins ættleidda barns, seinkaðs þroska, aðlögunarörðugleika á nýja staðnum o.s.frv.
  2. Þær aldurstakmarkanir eða útreikningar á aldri sem tilgreindar eru í reglum þessum ættu að miðast við skráningardaginn þegar CCCWA skráði hjá sér málsgögn umsóknarinnar um ættleiðingu.
  3. Forgangsreglur við yfirferð málsgagna með umsókn um ættleiðingu á milli landa hjá CCAA innleiddar þann 1. maí 2007 og Tilkynning um ættleiðingu barns undir sérstöku eftirliti af einhleypri móður, sem gefin var út 11. mars 2011, falla úr gildi frá og með 1. janúar 2015.

 Review Points for Deciding the Eligibility of Prospective Adoptive Parents

Svæði