Kröfur og reglur í Tékklandi - Methodology of Intercountry Adoption Facilitation
Engar reglur eru um hámarksaldur umsækjenda, er þó er náttúrulegur aldursmunur foreldra og barna hafður til hliðsjónar og fara yngstu börnin ekki til foreldra eldri en 45 ára. Þó hafa yfirvöld í Tékklandi samþykkt að senda yngri börn til foreldra þar sem faðirinn er yfir 45 en móðirin þá töluvert yngri (hafa ber í huga að íslensk yfirvöld heimila fólki eldra en 45 ára ekki að sækja um forsamþykki).
Barnlausir umsækjendur eru almennt settir í forgang í Tékklandi. Þó ganga hagsmunir barnsins alltaf fyrir, þannig að ef tékknesku sérfræðingarnir telja barni betur borgið í fjölskyldu þar sem önnur börn eru fyrir, er farið eftir því.
Meginreglan er að ættleidda barnið sé yngsta barnið á heimilinu.
Hjón og einhleypir geta ættleitt frá Tékklandi, ekki er tekið á móti umsóknum sambýlisfólks sem ekki er gift.
Umsóknir einhleypra mega ekki vera mjög margar samkvæmt upplýsingum frá tengilið ættleiðingaryfirvalda. Einhleypir geta sótt um eldra barn eða barn með skilgreindar þarfir, almennt berast nægar umsóknir frá hjónum um heilbrigð ung börn.
Ekki er tekið á móti umsóknum frá hinsegin fólki.
Meðal skilyrða er:
• Umsækjendur senda sálfræðimat með umsókn sinni.
• Umsækjendur mega ekki vera á sakaskrá.
Fleiri skilyrði er að sjá hér
Reglur um hvað á að koma fram í sálfræðimati og umsögn félagsráðgjafa