Fréttir

Adoption - a lifelong process

Dagana 15.-16.september 2023 verður haldin ættleiðingarráðstefna á Íslandi á vegum Nordic Adoption Council (NAC). Öll ættleiðingarfélög á Norðurlöndunum standa að regnhlífasamtökunum NAC, ásamt tveimur foreldrafélögum ættleiddra barna. 

15.september
Ráðstefnan Adoption - a lifelong process hefst með skráningu og kaffi  kl. 8:30 en erindi hefjast kl. 9:00,  ráðstefnan er á milli kl. 8:30 - 16:45 á Berjaya Reykjavík Natura Hotel. 

Á ráðstefnunni koma fram erlendir og innlendir fyrirlesarar með sérþekkingu eða reynslu á sviði ættleiðinga og er ráðstefnan opin öllum þeim sem hafa áhuga á þessum málaflokki, sjá dagskrá ráðstefnunnar hér.

Í ár verður bæði hægt að koma á ráðstefnuna sjálfa eða fylgjast með í gegnum fjarfundarbúnað. Hægt er að lesa meira um ráðstefnuna og skrá sig hér.

Nordic Adoption Council standa fyrir ráðstefnu á tveggja ára fresti og flakkar hún yfirleitt á milli norðurlandanna. Árið 2019 sá Íslensk ættleiðing um að skipuleggja ráðstefnuna og hefur aftur fengið það hlutverk vegna ráðstefnunnar á þessu ári. Meginþemað á ráðstefnunni verður Adoption - a lifelong process. Í gæðahandbók Haag-stofnunarinnar er meðal annars vísað til þess að ættleiðing er ekki einn einstakur atburður sem lýkur eftir að ættleiðing fer fram heldur er um lífslangt ferli einstaklings að ræða.  Fleiri eru farnir að huga að því hvaða áhrif ættleiðingin getur hafa haft og aðrir eru farnir að huga að uppruna sínum og vilja leggja í þá vegferð að leita hans.

 


Svæði