Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Mbl - Tvö börn frá Tógó til Íslands
31.08.2012
Ættleiðingarsamband Íslenskrar ættleiðingar við Tógó er nú orðið virkt að fullu og hafa tvö munaðarlaus börn frá Tógó nú þegar eignast fjölskyldur á Íslandi.
Lesa meira
RÚV - Tvö börn ættleidd frá Tógó
31.08.2012
Tvö munaðarlaus börn frá Tógó eru að eignast fjölskyldur á Íslandi. Annað barnið er þegar komið heim til fjölskyldu sinnar og hitt barnið er á leiðinni. Ættleiðingarnar tvær eru afrakstur vinnu sem staðið hefur frá 2009.
Lesa meira
Vísir - Tvö börn frá Tógó eignast íslenska foreldra
30.08.2012
Ættleiðingarsamband Íslenskrar ættleiðingar við Tógó er nú orðið virkt að fullu og hafa tvö munaðarlaus börn frá Tógó nú þegar eignast fjölskyldur á Íslandi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herði Svavarssyni, formanni Íslenskrar ættleiðingar.
Þar segir að hið nýstofnaða félag, Alþjóðleg ættleiðing, fór árið 2009 fyrir eigin reikning og óeigingjarnt sjálfboðastarf til Tógó með það að markmiði að koma á samböndum þar í landi. Í kjölfarið óskaði félagið eftir því við íslensk stjórnvöld að gerður yrði ættleiðingarsamningur milli Íslands og Tógó.
Eftir að Alþjóðleg ættleiðing sameinaðist Íslenskri ættleiðingu tók ÍÆ upp þráðinn gagnvart íslenskum stjórnvöldum. Ögmundur Jónasson ráðherra ættleiðingarmála beitti sér fyrir því þegar hann var nýtekinn við embætti að kraftur var settur í að ná samningi við Tógó og Íslensk ættleiðing fékk löggildingu til að hafa milligöngu um ættleiðingar frá Tógó í febrúar 2011.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.