Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur 28.08.2012
28.08.2012
1. Fundargerð seinasta fundar
2. Samkomulag við verkefnastjóra um heimsókn frá kínverskum ættleiðingaryfirvöldum
3. Heimsókn frá kínverskum ættleiðingaryfirvöldum
4. Erindi er varðar rannsókn frá Heiðu Hraunberg meistaranema í félagsráðgjöf
5. Fjárhagsstaða félagsins
6. Önnur mál
Lesa meira
Fréttatíminn - Góður pabbi og dáð dragg-drottning
23.08.2012
James William Ross IV, sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum í draggi sem Tyra Sanchez, vinnur fyrir sér og sjö ára syni sínum með því að troða upp í kvenmannsgervi. Kvikmyndagerðarmaðurinn Björn Flóki ætlar að segja sögu þeirra feðga í heimildamyndinni Drag Dad. Björn Flóki er samkynhneigður og hefur ásamt manni sínum rekið sig á þá veggi sem mæta samkynhneigðum sem vilja ættleiða barn. Með myndinni vill hann ekki síst sýna fram á að fólk geti verið góðir foreldrar óháð kynhneigð og fleiri en karl og kona geti alið upp barn saman.
Björn Flóki flutti til Bandaríkjanna fyrir tveimur árum til þess að ljúka mastersnámi í kvikmyndagerð og hefur búið í New York síðan.
Lesa meira
Ættleiðingar eru hafnar frá Tógó
23.08.2012
Ættleiðingarsamband okkar við Tógó er komið í fulla virkni. Með þeim árangri að tvö munaðarlaus börn frá Tógó hafa nú eignast fjölskyldu.
Það var hið nýstofnaða félag Alþjóðleg ættleiðing sem árið 2009 fór fyrir eigin reikning og óeigingjarnt sjálfboðastarf til Tógó með það að markmiði að koma á samböndum þar í landi. Í kjölfarið óskaði félagið eftir því við íslensk stjórnvöld og gerður yrði ættleiðingarsamningur milli Íslands og Tógó.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.