Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Afgreiðsluhraði í Kína
22.08.2012
Kínverska ættleiðingarmiðstöðin (CCCWA) hefur staðfest afgreiðslu umsókna sem skráðar voru inn fyrir 21. september 2006.
Lesa meira
RÚV - Gera samning við Íslenska ættleiðingu
21.08.2012
Til stendur að innanríkisráðuneytið geri þjónustusamning við Íslenska ættleiðingu. Drög að slíkum samningi liggja þegar fyrir og hafa verið til umfjöllunar innan ráðuneytisins. Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Unnar Brár Konráðsdóttur, þingkonu Sjálfstæðisflokksins.
Lesa meira
Hjálpa ber fjölskyldunni í Kólumbíu
16.08.2012
Undanfarnar vikur hafa fjölmiðlar á íslandi fjallað töluvert um aðstæður íslenskrar fjölskyldu, sem er fyrir milligöngu Íslenskrar ættleiðingar í Kólumbíu til að ættleiða tvær ungar stúlkur.
Hjónin Bjarnhildur og Friðrik fóru í desember síðastliðnum til Kólumbíu en hafa ekki ennþá komist heim með börnin vegna þess að mál þeirra hefur þæfst hjá þarlendum dómstól.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.