Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
RÚV - Hætt við námskeið vegna fjárskorts
16.04.2012
Félagið Íslensk ættleiðing getur ekki lengur haldið námskeið fyrir verðandi kjörforeldra, líkt og félagið hefur gert samkvæmt reglugerð.
Lesa meira
Vísir - Hætta skyldunámskeiðum fyrir verðandi kjörforeldra
16.04.2012
Íslensk ættleiðing (ÍÆ) hefur ákveðið að hætta að halda skyldunámskeið fyrir verðandi kjörforeldra sökum peningaskorts.
Samkvæmt reglugerð um ættleiðingar er nauðsynlegt að sýna fram á setu á slíku námskeiði til að fá forsamþykki fyrir ættleiðingu. ÍÆ sendi ráðuneytinu bréf vegna málsins þann 11. apríl síðastliðinn. Hörður Svavarsson, formaður félagsins, segir engin svör hafa borist.
„Ráðherra getur sjálfsagt breytt reglugerðinni en þá er auðvitað mikilvægt að tryggt sé að þau loforð sem við höfum gefið með því að undirgangast Haag-samninginn um alþjóðlegar ættleiðingar verði efnd," segir Hörður. „Þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra sem best, það loforð hefur Íslensk ættleiðing efnt fyrir stjórnvöld til þessa."
Lesa meira
VÍSIR - Skýrar leiðir til lengri tíma
16.04.2012
Námskeið sem eru skilyrði fyrir því að fólk fái forsamþykki fyrir ættleiðingu verða ekki haldin í bili á vegum Íslenskrar ættleiðingar. Ástæðan er fjárskortur. Námskeiðin hafa verið haldin til að uppfylla skilyrði Haag-samningsins um alþjóðlegar ættleiðingar en þar er því lofað að þjálfa og undirbúa væntanlega kjörforeldra eins vel og kostur er. Íslensk ættleiðing hefur annast þetta námskeiðahald fyrir væntanlega kjörforeldra og hafa námskeiðin mælst vel fyrir.
Nú eru 100 fjölskyldur í umsóknarferli hjá Íslenskri ættleiðingu, þar af bíða 44 forsamþykkis. Ljóst er að ef ekki verður leyst úr málum milli Íslenskrar ættleiðingar og innanríkisráðuneytisins þá munu sumir þeirra sem nú eru að hefja umsóknarferli lenda í blindgötu, auk þess sem óvissan kemur í veg fyrir að nýir foreldrar geti hafið ættleiðingarferli.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.