Fréttir

Aðalfundur 2012 verður 28. mars

Aðalfundur 2012 verður 28. mars
Stjórn Íslenskrar ættleiðingar, boðar til aðalfundar sem haldinn verður að hátíðarsal Fjöltækniskóla Íslands (gamla Sjómannaskólanum), Háteigsvegi, 28. mars 2012, kl. 20. Dagskrá fundarins er sem hér segir: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár lagður fram til samþykktar. 3. Kjör stjórnar. 4. Ákvörðun árgjalds. 5. Lagabreytingar. 6. Önnur mál.
Lesa meira

Ættleiðingarþunglyndi: Vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleiðingar

Ættleiðingarþunglyndi: Vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleiðingar
Heiða Hraunberg Þorleifsdóttir kjörmóðir og nemi í MA námi í félagsráðgjöf til starfs-réttinda verður með kynningu á BA ritgerð sinni miðvikudagskvöldið 7. mars kl. 20:30 í stofu 201 – Ofanleiti 2 (þar sem Háskólinn í Reykjavík var til húsa). Efni ritgerðarinnar er ættleiðingarþunglyndi og vanlíðan kjörforeldra í kjölfar ættleið-ingar á barni erlendis frá. Markmiðið með ritgerðinni er að auka vitund verðandi kjörforeldra og þeirra sem þegar eru kjörforeldrar um þá vanlíðan sem getur gert vart við sig í kjölfar ættleiðingar. Hér er efni á ferð sem á erindi til allra kjörforeldra, sérstaklega þeirra sem nú eru á biðlista eða eru nýkomnir heim með barn.
Lesa meira

Stjórnarfundur 28.02.2012

1. Fundargerðir 2. Aðalfundur 3. Eftirfylgniskýrslur 4. Drög að minnisblaði til ráðherra 5. Önnur mál, uppsagnarbréf Eyrún Einarsdóttir, Pólland, hærri gjöld í Kína, kostnaður við merkingar í gluggum.
Lesa meira

Svæði