Fréttir

Stjórnarfundur 26.06.2008

1. Aldur umsækenda 2. Tafir í Reykjavík 3. Fundur með sýslumanni í Búðardal 4. Börn með skilgreindar sérþarfir 5. Kólumbía 6. Indland 7. Formannafundur 8. Fundur í Tékklandi 9. Önnur mál
Lesa meira

Mamma, ég er súkkulaðiís og þú ert vanilluís - Aðlögun ættleiddra barna á leikskóla og hlutverk tengslamyndunar við kjörforeldra. Höfundur Sigurlaug H. Traustadóttir

Mamma, ég er súkkulaðiís  og þú ert vanilluís  - Aðlögun ættleiddra barna á leikskóla og  hlutverk tengslamyndunar við kjörforeldra. Höfundur Sigurlaug H. Traustadóttir
Lokaverkefni til BA prófs í félagsráðgjöf Leiðbeinandi: Anni G. Haugen Sigurlaug H. Traustadóttir Kt. 260282-4689 Félagsvísindadeild Háskóla Íslands 2008 Útdráttur Í þessari ritgerð fjalla ég um ættleiðingu barna hingað til lands. Hvaða skilyrðum skal fullnægt við ættleiðingu, reglugerðir sem gilda, hlutverk leikskólanna sem taka við þessum einstaklingum á þeirra fyrstu æviárum. Ég ræddi við foreldra nokkurra ættleidda barna um þeirra sameiginlegu reynslu, sigra og vonbrigði og verður hér fjallað um helstu niðurstöður þessara eigindlegu viðtala. Voru foreldrarnir sammála um að þörf væri á að auka skilning á sérþörfum ættleiddra barna og ýmislegt mætti lagfæra í sjálfu ættleiðingarferlinu. Tengslamyndun hefur áhrif á ýmislegt í lífi barna og einnig síðar á ævinni, því vildi ég kanna hvort og með hvaða hætti mætti finna orsakasamband milli tengslamyndunar við foreldra og þess hvernig barnið aðlagast leikskólanum. Í ljós komu vísbendingar um að slíkt samband gæti verið til staðar, auk þess sem þörf á sveigjanleika, varðandi aðlögunartíma, kom skýrt fram. Einnig er fjallað um hlutverk félagsráðgjafa í ættleiðingarferlinu og hvernig hann getur veitt foreldrunum stuðning eftir að ættleiðingarferlinu er lokið og barnið komið heim.
Lesa meira

Stjórnarfundur 29.05.2008

1. Börn með skilgreindar sérþarfir frá Kína 2. Makedónía 3. Kólumbía 4. Indland 5. Vefsíða ÍÆ 6. Tímarit ÍÆ 7. Málþing 8. Önnur mál
Lesa meira

Svæði