Fréttir

Stjórnendur CCAA á Íslandi

Stjórnendur CCAA á Íslandi
Ágætu félagsmenn. Það er ákveðinn léttir hjá stjórn og starfsmönnum IÆ eftir að heimsókn yfirmanna frá kínversku ættleiðingarmiðstöðinni (CCAA) lauk á laugardagsmorgun en hún tókst í alla staði mjög vel. Mr. Lu sem fer fyrir ættleiðingarmálum í Kína heillaðist af krökkunum og það er ljóst að mikil þátttaka og sú gleði sem skein frá hópnum í Fram heimilinu hafði sterk áhrif á hann. Þá heillaðist hann virkilega af Matthildi og fjölskyldu í Blómvangi og talaði um fallegt og skipulagt heimili. Félagar ÍÆ eigi miklar þakkir skyldar fyrir hversu undirtektir voru góðar að koma og taka þátt í þessu með undirbúningi, veisluföngum og frágangi en af 88 fjölskyldum sem þegar hafa ættleitt barn frá Kína komu 59 fjölskyldur til fundar við sendinefndina.
Lesa meira

Fundur með félagsmálaráðherra vegna styrkjamála

Fulltrúar stjórnar ÍÆ áttu í dag fund með Jóni Kristjánssyni félagsmálaráðherra vegna styrkjamála, en stjórnin hafði óskað eftir fundi með honum snemma í mars. Fundurinn var mjög ánægjulegur og þar kom fram að fyrir lok mánaðarins mun starfshópur þriggja ráðuneyta (félags-, dóms- og fjármálaráðuneyti) hefja störf sem hefur það hlutverk að semja drög að reglugerð um fyrirkomulag vegna styrkja til ættleiðinga.
Lesa meira

Foreldrar barna frá Kína

Fjölskylduboð 20. apríl kl. 10:00 til 12:00 Dagana 19. til 22. apríl dvelur sendinefnd frá CCAA í Kína á Íslandi í boði Íslenskrar ættleiðingar. Í tilefni af komu þeirra ætlar Íslensk ættleiðing að bjóða fjölskyldum sem ættleitt hafa börn frá Kína að hitta sendinefndina þann 20. apríl (Sumardaginn fyrsta) milli kl. 10:00 og 12:00 í Framsalnum, Safamýri 26 í Reykjavík.
Lesa meira

Svæði