Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Heimsókn indverska sendiherrans til Íslands
20.03.2006
Þann 15. mars kom indverski sendiherrann, Mr. Mahesh Sachdev, sem hefur aðsetur í Osló, til Íslands. Óskaði hann sérstaklega eftir að hitta einhver úr stórum hópi barna sem ættleidd hafa verið frá Indlandi til íslenskra foreldra.
Var nokkrum fjölskyldum með börn á ýmsum aldri hóað saman með stuttum fyrirvara og voru í hópnum t.d. fyrstu börnin sem komu frá Kolkata fyrir 18 árum og svo börn á ýmsum aldri sem komu prúðbúin með foreldrum sínum á fund sendiherrans. Mr Sachdev færði félaginu nokkrar bækur í bókasafn þess og einnig kom hann með ekta indverskt sælgæti sem hann bauð börnunum að smakka.
Lesa meira
Stjórnarfundur 20.03.2006
20.03.2006
1. Stjórn skiptir með sér verkum.
2. Samskipti við aðila sem koma að ættleiðingarmálum.
3. Styrkjamálið
4. Vefsíða félagsins
5. EurAdopt
6. Heimsókn frá CCAA í apríl
7. Vinna á skrifstofu
Lesa meira
Ný stjórn kjörin
17.03.2006
Nú er aðalfundur afstaðinn og tókst ágætlega. Mæting var framar öllum vonum, tæplega 100 félagsmenn mættu á fundinn.
Fjögur sæti í stjórn voru laus og 9 manns gáfu kost á sér. Til starfa í stjórn voru kosin þau Ingibjörg Birgisdóttir, Karl Steinar Valsson, Kristjana Erlen Jóhannsdóttir og Pálmi Finnbogason. Auk þeirra sitja í stjórn Ingibjörg Jónsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir og Lísa Yoder.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.