Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Jólaböll
01.12.2005
Jólaballið í Reykjavík verður haldið miðvikudaginn 28. desember kl. 16 í aðalsal KFUM&K við Holtaveg 28.
Verð er 1.000 kr. fyrir börn en 500 kr. fyrir fullorðna. Að gefnu tilefni viljum við benda fólki á að aðeins er hægt að greiða með peningum, ekki kortum.
Jólaballið á Akureyri verður haldið 28. desember kl. 15 í félagsheimili Þórs að Hamri við Skarðshlíð. Aðgangur er ókeypis en óskað er eftir því að fólk komi með eitthvað með kaffinu til að leggja á hlaðborð.
Lesa meira
Stjórnarfundur ÍÆ 24.11.2005
24.11.2005
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 24. nóvember 2005.
Mættir: Ingibjörg, Gerður, Guðmundur, Lísa, Ingvar, Arnþrúður og Helga. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn. Á fundinn mætti einnig Gíslína Ólafsdóttir fulltrúi fjáröflunarnefndar.
1. Ingibjörg setti fundinn og bauð Gíslínu Ólafsdóttur fulltrúa fjáröflunarnefndar velkomna. Gíslína sagði frá starfi nefndarinnar. Það hefur gengið vel. Búið er að selja um 400 boli. Þau eru í sambandi við Láru í Kína og hugsanlega er hægt að framleiða eitthvað annað úti til þess að nota sem fjáröflun t.d. húfur og vettlinga. Þau eru með hugmyndir um að setja link fjáröflunarnefndar á heimasíðu ÍÆ þannig að fólk sé í beinu sambandi við fjáröflunarnefnd. Þau eru einnig með hugmyndir um að setja inn lista yfir þau lönd sem fólk getur styrkt og að hægt sé að leggja beint inn á viðkomandi land. Fjáröflunarnefnd er með ýmsar hugmyndir í gangi til fjáröflunar. Ein er sú að hafa samband við foreldra sem eru með heimasíður fyrir börn sín og hvetja þau til þess að setja lógó fjáröflunarnefndar inn á síðuna þannig að þeir sem skoða síðurnar geti lagt inn styrki. Útbúa kort sem tengd eru ættleiðingu (velkomin heim) selja í verslunum. Jólakort. Hugmynd um dagatöl. Áheitakort. Fara í fyrirtæki og sækja um styrki, ætla að gera átak eftir jólin. Setja inn á heimasíðuna þegar sent er út þannig að fólk sjái þegar gefið er. Stjórnin lýsti yfir ánægju sinni með störf og dugnað fjáröflunarnefndar.
Lesa meira
UNDIRBÚNINGSNÁMSKEIÐ FYRIR UMSÆKJENDUR
01.11.2005
Ný undirbúningsnámskeið fyrir umsækjendur fóru af stað nú í haust. Námskeiðin eru með nokkuð öðru sniði en verið hefur, þau eru haldin í tveimur hlutum, fyrri hluti byrjar kl 17 á föstudegi og lýkur um kl 17-18 næsta dag. Seinni hlutinn er síðan um mánuði seinna og í það skiptið laugardagur frá kl 8.30 - kl 17 - 18.
Námskeiðin verða haldin á Hótel Glym í Hvalfirði, sem var valið sérstakleg með það í huga að vera í vinalegu umhverfi fjarri öllum skarkala, heimasíðan þeirra er hér.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.