Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Þjóðahátíðin 23.10.2005 - myndir komnar
30.10.2005
Myndir af þjóðahátíð eru komnar á heimasíðuna.
Lesa meira
Hugleiðing frá kjörföður
28.10.2005
Skrifstofunni barst áhugaverð hugleiðing frá kjörföður einum vegna nýafstaðinnar fjölskylduhátíðar.
Börnin og við
Um nýliðna helgi héldum við mjög vel heppnaða fjölskylduhátíð Íslenskrar ættleiðingar í Ráðhúsinu í Reykjavík. Boðið var upp á metnaðarfulla dagskrá í tali og tónum og frábæra sýningu með munum og myndum frá þeim löndum sem félagar okkar hafa ættleitt börnin sín frá. Allt var þetta með miklum sóma gert, vinátta og hlýhugur ríktu meðal þátttakenda og skemmtinefndin á mesta hrós skilið.
Lesa meira
Stjórnarfundur ÍÆ 27.10.2005
27.10.2005
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar 27. október 2005.
Mættir: Ingibjörg, Guðmundur, Arnþrúður, Lísa og Helga. Guðrún starfsmaður sat fundinn.
Dagskrá:
1. Nýafstaðin fjölskylduhátíð.
2. Umræða um styrki – frekari aðgerðir
3. Ráðgjöf
4. Vinnudagur stjórnar
5. Fræðsla og útgáfa bæklings fyrir einhleypa
6. Heimasíða – lokaða svæðið
7. Önnur mál
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.