Fréttir

Bolir - ný sending komin

Bolir - ný sending komin
Ný sending er komin af þessum fallegu stuttermabolum. Andvirði hvers bols rennur óskipt til verkefna tengdum munaðarlausum börnum í ættleiðingarlöndum ÍÆ. Bolirnir eru til í mörgum litum og stærðum og eru til sölu á skrifstofu ÍÆ, einnig hjá nefndarmönnum.
Lesa meira

Barnasund/Vatnsleikur fyrir ættleidd börn

Í vetur mun ég bjóða upp á barnasund/vatnsleik fyrir ættleidd börn. Ég heiti Kristín Valdemarsdóttir og er íþróttakennari og að auki ungbarnasundkennari, félagi í BUSLA, félagi ungbarnasundkennara. Ég á dóttur sem ættleidd er frá Kína 2005. Síðasta vetur var mikil umræða um tengslamyndum á meðal kjörforeldra og fór ég því að lesa mér aðeins til um tengslamyndun. Í öllum bókum var sagt að ein besta leiðin til að styrkja tengslin við ættleidda barnið er að fara með því í bað eða sund. Ungbarnasund á Íslandi er fyrir 3-6 mánaða gömul börn og þegar ættleidd börn koma til landsins eru þau yfirleitt orðin of gömul fyrir ungbarnasundið.
Lesa meira

Tímaritið Birta 2.-8. september

Í síðasta blaði Birtu er skemmtilegt viðtal við Yesmine Olsson einkaþjálfara og dansara. Yesmine er ættleidd frá Sri Lanka til sænskra foreldra en hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár. Hún ræðir í þessu viðtali um reynslu sína af ættleiðingum og bendir kjörforeldrum m.a. á mikilvægi þess að ræða ættleiðinguna við börnin sín.
Lesa meira

Svæði