Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Bolir - ný sending komin
11.09.2005
Ný sending er komin af þessum fallegu stuttermabolum.
Andvirði hvers bols rennur óskipt til verkefna tengdum munaðarlausum börnum í ættleiðingarlöndum ÍÆ.
Bolirnir eru til í mörgum litum og stærðum og eru til sölu á skrifstofu ÍÆ, einnig hjá nefndarmönnum.
Lesa meira
Barnasund/Vatnsleikur fyrir ættleidd börn
10.09.2005
Í vetur mun ég bjóða upp á barnasund/vatnsleik fyrir ættleidd börn. Ég heiti Kristín Valdemarsdóttir og er íþróttakennari og að auki ungbarnasundkennari, félagi í BUSLA, félagi ungbarnasundkennara. Ég á dóttur sem ættleidd er frá Kína 2005.
Síðasta vetur var mikil umræða um tengslamyndum á meðal kjörforeldra og fór ég því að lesa mér aðeins til um tengslamyndun. Í öllum bókum var sagt að ein besta leiðin til að styrkja tengslin við ættleidda barnið er að fara með því í bað eða sund. Ungbarnasund á Íslandi er fyrir 3-6 mánaða gömul börn og þegar ættleidd börn koma til landsins eru þau yfirleitt orðin of gömul fyrir ungbarnasundið.
Lesa meira
Tímaritið Birta 2.-8. september
08.09.2005
Í síðasta blaði Birtu er skemmtilegt viðtal við Yesmine Olsson einkaþjálfara og dansara. Yesmine er ættleidd frá Sri Lanka til sænskra foreldra en hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár.
Hún ræðir í þessu viðtali um reynslu sína af ættleiðingum og bendir kjörforeldrum m.a. á mikilvægi þess að ræða ættleiðinguna við börnin sín.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.