Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Foreldramorgun í september - Reykjavík og Akureyri
06.09.2005
Fyrsti foreldramorgun vetrarins verður 17. september kl. 10 - 12, en þá er ætlunin að fara í Laugardalinn að gefa öndunum brauð. Ömmur og afar eru sérstaklega boðin velkomin á þennan foreldramorgun.
Einnig verður foreldradagur á Akureyri 17. september í safnaðarheimili Glerárkirkju klukkan 13 – 15.
Lesa meira
Stjórnarfundur ÍÆ 25.08.2005
25.08.2005
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn 25 ágúst.
Mættir: Ingibjörg, Gerður, Lísa, Arnþrúður og Helga. Guðrún starfsmaður sat fundinn.
Dagskrá fundarins:
1. Að halda hlutleysi okkar um “mat á umsækjendum”.
2. Fræðsluefni – bæklingar.
3. Skipulag funda næsta vetrar – drög.
4. Dagskrá skemmtinefndar.
5. Afrit af svarbréfi frá fræðslufulltrúum ÍÆ.
6. Önnur mál.
Lesa meira
Frá Indlandi
26.07.2005
Við vorum að fá þær góðu fréttir frá Kolkata að barnaheimilið okkar er loksins búið að fá endurnýjað starfsleyfi sitt til að sjá um ættleiðingar til útlendinga.
Nýja starfsleyfið gildir í 3 ár og við vonum að sá tími verði gjöfull. Búast má við að nokkurn tíma taki að koma málum á skrið eftir tafirnar en um leið og við fréttum meira höfum við samband við þá sem efstir eru á Indlandslistanum.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.