Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Nýtt skipulag fræðslunnar
01.07.2005
Með tilkomu reglugerðar nr 238/2005 um ættleiðingar sem dómsmálaráðuneytið gaf út 28. febrúar 2005, er orðið skylt að sækja námskeið fyrir ættleiðingar barna af erlendum uppruna, áður en forsamþykki er gefið út. Í reglugerðinni segir, m.a.:
20. gr.
Námskeið.
Áður en forsamþykki til ættleiðingar á erlendu barni er gefið út skulu umsækjendur leggja fram staðfestingu á því, að þeir hafi sótt námskeið á vegum löggilts ættleiðingarfélags um ættleiðingar erlendra barna.
Lesa meira
Komin heim í júní
30.06.2005
Það sem af er 2005 eru komin heim 22 börn frá Kína, Indlandi og Kólumbíu.
Miklar líkur eru á að fleiri börn komi heim á þessu ári en undanfarin ár.
Þann 10. júní kom lítil stúlka heim frá Kólumbíu. Ferðin gekk vel með góðri aðstoð lögfræðings ÍÆ.
Lesa meira
Stjórnarfundur ÍÆ 08.06.2005
08.06.2005
Mættir: Ingibjörg, Arnþrúður, Guðmundur, Lísa, Helga. Guðrún starfsmaður sat fundinn.
Dagskrá:
1. Fræðslunámskeið – kostnaðaráætlun og skipulag.
2. Fræðsluefni – bæklingur – kostnaðaráætlun.
3. Skipulag funda næsta vetrar – drög.
4. Fundargerð síðasta fundar.
5. Leikskólabæklingur – kostnaðaráætlun.
6. Önnur mál.
1. Ingibjörg kynnti okkur kostnaðaráætlun sem hún hefur sett upp vegna fræðslunámskeiðs. Miðað er við að námskeiðið sé tvær helgar eins og Lene lagði mikla áherslu á. Kostnaðaráætlun er eftirfarandi:
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.