Fréttir

Stjórnarfundur ÍÆ 28.04.2005

Mættir: Ingibjörg, Gerður, Arnþrúður, Lísa og Helga. Guðrún starfsmaður sat fundinn. Ingvar og Guðmundur voru fjarverandi. Dagskrá: 1. Fræðsla og heimsókn Lene Kamm. Lene Kamm var væntanleg í dag en mun koma 18.-20. maí og ætlar að vinna með okkur þann 19. maí. Ákveðið var að halda stjórnarfundinn okkar þá í hádeginu í staðinn fyrir kvöldið. Í framhaldi af þessari umræðu ræddum við að það er töluverð pressa á fræðslunefndina þar sem skv. nýju ættleiðingalögunum er skylda að vera búinn að taka fræðslunámskeið áður en forsamþykki er veitt. Það er því töluverð pressa á okkur að flýta vinnu við nýju fræðsluna. Spurning hvort að það þarf að halda námskeiðin oftar. Hingað til hafa þau verið haldin ca. 5 sinnum á ári. Fólk mun þurfa að borga fyrir þessa fræðslu. Við veltum því upp hvort fólk sem hefur ættleitt áður þarf að fara aftur. Það á að gera það skv. reglugerð. Guðrún er búin að senda fyrirspurn um þetta til ráðuneytisins. Ingibjörg Jónsdóttir mun vinna í sambandi við fræðslumálin fram á vorið en síðan þarf að fá einhverja aðra. Rætt um að mynda tvö teymi, tveir í hvoru teymi. Fræðsluefnið sem verið er að þýða mun koma til yfirlestrar á næstu dögum.
Lesa meira

Skýrsla formanns

Hér er hægt að lesa skýrslu formanns félagsins sem flutt var á aðalfundi þann 31.03.2005. Góðir fundarmenn, Það er skemmst frá því að segja að ættleiðingar til Íslands gengu ágætlega á síðasta ári. Heim komu 20 börn frá Kína, 6 börn frá Kolkata og eitt frá Pune í Indlandi og loks kom eitt barn frá Kólumbíu. Til viðbótar má nefna að á árinu 2005 hafa komið heim 10 börn frá Kína og 1 frá Indlandi. Að auki eigum við 9 börn í Kína og 1 frá Indlandi sem bíða heimkomu. Gert er ráð fyrir að fleiri börn komi heim frá Kína í ár en í fyrra og ef heldur sem horfir má búast við því að þau verði 30. Væntanlega koma nokkur börn frá Indlandi og Kólumbíu en sennilega kemur fyrsta barn frá Tékklandi ekki fyrr en á árinu 2006.
Lesa meira

Mörg ný börn

Árið 2005 byrjar vel hjá Íslenskri ættleiðingu. Mörg börn eru komin heim og fleiri væntanleg á næstu mánuðum frá Kína, Indlandi og Kólumbíu. Þann 3. mars komu heim 10 yndislegar stúlkur á aldrinum 1 - 2 ára frá Kína, ferðin gekk vel.
Lesa meira

Svæði