Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Skýrsla formanns
07.04.2005
Hér er hægt að lesa skýrslu formanns félagsins sem flutt var á aðalfundi þann 31.03.2005.
Góðir fundarmenn,
Það er skemmst frá því að segja að ættleiðingar til Íslands gengu ágætlega á síðasta ári. Heim komu 20 börn frá Kína, 6 börn frá Kolkata og eitt frá Pune í Indlandi og loks kom eitt barn frá Kólumbíu. Til viðbótar má nefna að á árinu 2005 hafa komið heim 10 börn frá Kína og 1 frá Indlandi. Að auki eigum við 9 börn í Kína og 1 frá Indlandi sem bíða heimkomu. Gert er ráð fyrir að fleiri börn komi heim frá Kína í ár en í fyrra og ef heldur sem horfir má búast við því að þau verði 30. Væntanlega koma nokkur börn frá Indlandi og Kólumbíu en sennilega kemur fyrsta barn frá Tékklandi ekki fyrr en á árinu 2006.
Lesa meira
Mörg ný börn
07.04.2005
Árið 2005 byrjar vel hjá Íslenskri ættleiðingu.
Mörg börn eru komin heim og fleiri væntanleg á næstu mánuðum frá Kína, Indlandi og Kólumbíu.
Þann 3. mars komu heim 10 yndislegar stúlkur á aldrinum 1 - 2 ára frá Kína, ferðin gekk vel.
Lesa meira
Vantar tengil á þína heimasíðu?
06.04.2005
Vinsamlega sendið okkur tengla á heimasíður barnanna ykkar ef þið sjáið þá ekki í tenglalistanum okkar.
Einnig er alltaf gaman að fá ferðasögur.
Hægt er að senda skeyti á skrifstofu félagsins isadopt@simnet.is.
Guðrún og Fanney.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.