Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Ný stjórn ÍÆ
05.04.2005
Arnþrúður Karlsdóttir, meðstjórnandi
Gerður Guðmundsdóttir, varaformaður
Guðmundur Guðmundsson, meðstjórnandi
Helga Gísladóttir, ritari
Ingibjörg Jónsdóttir, formaður
Ingvar Kristjánsson, gjaldkeri
Lisa Yoder, meðstjórnandi.
Lesa meira
Stjórnarfundur ÍÆ 04.04.2005
04.04.2005
Haldinn í húsnæði Íslenskrar ættleiðingar, Ármúla 36.
Allir stjórnarmenn voru mættir. Þeir eru: Gerður Guðmundsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Guðmundur Guðmundsson, Lísa Yoder, Ingibjörg Jónsdóttir, Arnþrúður Karlsdóttir og Helga Gísladóttir. Guðrún Sveinsdóttir starfsmaður sat fundinn.
Þetta er fyrsti fundur stjórnar eftir aðalfund. Arnþrúður er ný í stjórn og var hún boðin velkomin.
1. Stjórn skipti með sér verkum. Lísa gaf ekki kost á sér í áframhaldandi formennsku og Ásta sem var ritari er ekki lengur í stjórn. Stjórn skipti þannig með sér verkum:
Lesa meira
Aðalfundur ÍÆ 31.03.2005
31.03.2005
haldinn 31.03.2005
á Foss hótel Lind, Rauðarstíg, kl. 20:30.
Fundargerð.
Aðalfundur ÍÆ hófst sem fyrr á því að Lisa Yoder formaður, bauð gesti velkomna og lagði til að Guðmundi Rúnari Árnasyni yrði falin fundarstjórn og Ásta Björg Þorbjörnsdóttir yrði ritari fundarins og var það samþykkt. Guðmundur tók þegar við embættinu og lagði til smávægilegar tilfæringar á liðum aðalfundar og voru þær breytingar samþykktar með lófataki.
Skýrsla stjórnar.
Lisa Yoder formaður, flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Sjá fylgiskjal.
Fundarmönnum var gefinn kostur á að tjá sig um skýrsluna. Gíslína sagði frá því að frumvarp lægi nú þegar fyrir varðandi styrkveitingu til kjörforeldra.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.