Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Tékkland
28.03.2005
Íslensk ættleiðing hefur nú hafið samstarf við ættleiðingaryfirvöld í Tékklandi. Má reikna með að í framtíðinni verði árlega ættleidd þaðan nokkur börn til Íslands ef nógu margir umsækjendur hafa áhuga.
Helstu skilyrði eru gifting og sambúð í a.m.k. 3 ár. Umsækjendur séu 25- 38 ára þegar umsókn er send, þegar upplýsingar um barn koma mega umsækjendur ekki vera meira en 40 árum eldri en barnið. Barnlausir hafa forgang og best er að senda ófrjósemisvottorð. Umsækjendur séu ekki á sakaskrá.Sé umsögn gerð af félagsráðgjafa eins og venja er hérlendis þurfa umsækjendur að fá á eigin kostnað sálfræðimat til að senda með umsókn-inni.
Lesa meira
Fréttablað ÍÆ 2005
07.03.2005
Hægt er að skoða nýtt fréttabréf og einnig eldri hér undir liðnum Ýmis rit.
Lesa meira
Hugsum til framtíðar
05.03.2005
Styðjum það sem stendur okkur næst!
tilboð streyma til okkar um að styrkja ýmis góð málefni. Fjáröflunarnefnd býður félagsmönnum Íslenskrar ættleiðingar að leggja sitt af mörkum til að hjálpa munaðarlausum börnum í Kína sem þurfa á læknishjálp að halda og til rekstrar barnaheimilis félagsins í Kolkata á Indlandi, en þaðan hafa langflestu inversku börnin okkar komið.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.