Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur ÍÆ 03.03.2005
03.03.2005
kl. 20:15.
Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Helga Gísladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn.
Fundargerð.
Reglugerðin um ættleiðingar er farin frá Dómsmálaráðuneyti og var birt í Stjórnartíðindum 28.feb. 2005.
Það hefur vakið athygli stjórnar að reglur ÍÆ eru birtar á utanaðkomandi heimasíðu án samráðs við stjórn ÍÆ.
Lesa meira
Reglugerð um ættleiðingar
03.03.2005
Þann 28. febrúar gekk í gildi ný reglugerð um ættleiðingar. Í henni er að finna nánari skilgreiningu á ýmsum atriðum í ættleiðingarlögum no. 130 frá 1999
Lesa meira
ÍÆ styrkir UNICEF
21.02.2005
Félagið Íslensk ættleiðing veitti í síðustu viku styrk til verkefna UNICEF á flóðasvæðunum við Indlandshaf.
Styrkupphæðin er 305 þúsund krónur en það samsvarar þúsund krónum á hvert barn sem hefur verið ættleitt frá Indónesíu, Sri Lanka, Indlandi og Tælandi til Íslands.
UNICEF starfar á öllum sviðum þróunar-og neyðaraðstoðar á svæðunum með hag barna að leiðarljósi. Meðal verkefna er að bólusetja börn gegn öllum helstu sjúkdómunum, tryggja fjölskyldum hreint vatn, byggja salernis- og hreinlætisaðstöðu, opna skóla á ný og sjá um að sameina fjölskyldur og finna munaðarlausum börnum athvarf.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.