Fréttir

Stjórnarfundur ÍÆ 03.02.2005

kl. 20:15. Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn. Fundargerð. Það er komið svar frá Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti. Það er greinilegt að ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að greiddir verði ættleiðingarstyrkir. Undarlegt í ljósi þess að nú er ekki lengur efast um að ófrjósemi sé sjúkdómur skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Lesa meira

Fréttabréf febrúar 2005

* Samstarf við Tékkland * Fréttir frá skrifstofu * Nýir Íslendingar * Barnaopnan * Að vera ættleidd kjörmóðir - Guðfinna Helga Gunnarsdóttir * Kynning á rannsókn * Skemmtinefnd * NAC fundur í Reykjavík * Mama Hao - vögguvísa - Snjólaug Elín Sigurðardóttir * Félagsstarf * Matarhornið
Lesa meira

Morgunblaðið - Hefur gefið okkur meira en orð fá lýst

Akureyri. Morgunblaðið. "UMRÆÐAN er að opnast og það er gott. Barnsins vegna er betra að tala um hlutina af hreinskilni og það hef ég ákveðið að gera þótt það geti verið óþægilegt fyrir stelpuna mína," segir móðir á Akureyri en hún og eiginmaður hennar hafa ættleitt tvær stúlkur frá Indlandi. Þær eru fjögurra og sex ára gamlar auk þess sem þau eiga einnig 15 ára dóttur. Þau hjónin fengu eldri stúlkuna heim fimm mánaða gamla og þá yngri sex og hálfs mánaða. Eldri stúlkan hefur verið greind með ódæmigerða einhverfu og ofvirkni með athyglisbrest en móðir hennar segir það þó samdóma álit þeirra sem með hana hafa haft að gera að hún sé ekki einhverf, heldur sé hún með svonefnda tengslaröskun.
Lesa meira

Svæði