Fréttir

Áhætta fylgir ættleiðingu barns af stofnun

Áhætta fylgir ættleiðingu barns af stofnun
21. janúar 2005 | Innlendar fréttir | 493 orð | 1 mynd Áhætta fylgir ættleiðingu barns af stofnun Geðlæknirinn Ron Federici hefur sérhæft sig í lækningum á stofnanaskaða ættleiddra barna. Geðlæknirinn Ron Federici hefur sérhæft sig í lækningum á stofnanaskaða ættleiddra barna. — Morgunblaðið/Jim Smart Ættleidd börn, sem alist hafa upp á stofnunum, geta átt við ýmis hegðunarvandamál að stríða sem og líkamleg, m.a. vegna vannæringar. Nauðsynlegt er fyrir foreldra að gera sér grein fyrir áhættunni og sjá til þess að barnið fái mjög reglulegt eftirlit allt frá fyrsta degi. Sé það gert eru góðar líkur á að barnið aðlagist nýju umhverfi. Hér er rætt við bandaríska geðlækna og íslenska móður.
Lesa meira

Frumskilyrði andlegs heilbrigðis

Frumskilyrði andlegs heilbrigðis
20. janúar 2005 | Dagbók | 450 orð | 1 mynd Börn | Námstefna um greiningu og meðferð barna með tengslaröskun Frumskilyrði andlegs heilbrigðis Málfríður Lorange er fædd árið 1951. Hún lauk kandídatsprófi í sálfræði frá Árósaháskóla 1981 og var síðan í framhaldsnámi í fjölskyldumeðferð 1981-83. Þá lagði hún stund á framhaldsnám í taugasálfræði barna og unglinga í Hollandi 1995-96. Málfríður starfaði sem forstöðumaður sálfræði- og sérkennsludeildar Leikskóla Reykjavíkur 1987-95. Hún hefur verið yfirsálfræðingur á Barna- og unglingageðdeild LSH frá 1996. Þá rekur hún ásamt öðrum læknastofu.
Lesa meira

Stjórnarfundur ÍÆ 18.01.2005

kl. 20:15. Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Helga Gísladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn. Fundargerð. Fjármál Greiðslur frá Dómsmálaráðuneytinu hafa borist. Hugmyndir eru uppi um að huga alvarlega að því hvort hagkvæmara sé að styrkja stoðir félagsins með því að kaupa eigið húsnæði frekar en að leigja. Þá var rætt um hvaða þarfir slíkt húsnæði þyrfti að uppfylla. Þar má helst telja: sér inngang, fundarsal fyrir allt að 25-30 manns, bílastæði og fleira. Ef til þess kemur að húsnæði verði keypt þarf að huga að því að segja upp leigu núverandi húsnæðis með 6 mán fyrirvara. Samþykkt var að fara að kanna markaðinn. Kaup á eigin húsnæði myndi lækka rekstrarkostnað félagsins þar sem húsnæðisvextir eru mjög lágir núna en leiga núverandi á húsnæði er nokkuð dýr.
Lesa meira

Svæði