Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Útilegan
18.01.2005
Útilegan sumarið 2005 verður að Logalandi í Borgarfirði helgina 8 til 10 júlí.
Lesa meira
Ný heimasíða
17.01.2005
Nú hefur ný heimasíða loksins leyst hina gömlu af hólmi.
Þessi síða er nútímalegri en hin og byggð á betri tækni. Breytingar og viðbætur eiga vonandi eftir að koma innan fárra vikna, viðbætur er lúta að lokuðu svæði með aðgangsorði. Vonandi fellur nýja síðan og innihald hennar í góðan jarðveg lesenda.
Lesa meira
Ættleiðingar frá hamfarasvæðunum
16.01.2005
Skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar hafa að undanförnu borist margar fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna möguleika á ættleiðingum frá hamfarasvæðunum í Asíu.
Það mun taka viðkomandi stjórnvöld langan tíma að finna fjölskyldur barnanna. Ef börnin reynast munaðarlaus þarf að leita að fjarskyldum ættingjum eða vinum fjölskyldunnar sem gætu tekið við forsjá barnanna. Stjórnvöld landanna hafa lýst því yfir að börn af flóðasvæðunum verði ekki ættleidd fyrr en nokkur tími hefur liðið, ef ekki finnast skyldmenni sem geta tekið við þeim. Á Indlandi hefur nú verið komið upp nýjum barnaheimilum til að taka við börnum sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.