Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stuttermabolir til sölu
21.12.2004
Bolirnir eru í stærðum 116, 128, 140 og 152 og litirnir eru blár, hvítur, gulur og rauður. Þeir kosta 1000 kr. Allur ágóði af sölunni rennur til góðgerðarmála í ættleiðingarlöndum félagsins.
Ung listakona, Unnur Balaka, sem er ættleidd frá Indlandi, teiknaði myndina sem prýðir bolina.
Vinsamlegast hafið samband við Kristjönu í netfangið erlenj@hotmail.com ef þið viljið gefa góða gjöf.
Uni Dagur Anand og Signý Pála
Lesa meira
Nýir fjölskyldumeðlimir
18.12.2004
Þann 17. desember kom hópur 9 heim með 5 dætur frá Kína.
Þann 24. okt. kom lítil stúlka heim frá Pune á Indlandi.
Föstudaginn 3. september kom lítill drengur heim frá Kólumbíu með foreldrum sínum.
Þann 18. ágúst komu til landsins 3 litlar stúlkur frá Kína.
Þann 4. ágúst sl. kom kínahópur 7 frá Jiangxi með 5 litlar stúlkur.
Þann 9. júlí sl. komu heim 3 börn, þar af 2 stúlkur og 1 drengur, frá Indlandi.
Lítil stúlka, kom 15. júní sl. frá Jiangxi í Kína.
Stúlka kom 19. mars sl. frá Kolkata.
Þann 10. mars kom kínahópur 6 heim frá Guangxi með 6 stúlkur.
21. jan. sl. komu 2 börn frá Indlandi, drengur og stúlka.
Við bjóðum þau öll innilega velkomin heim.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.