Fréttir

Stuttermabolir til sölu

Bolirnir eru í stærðum 116, 128, 140 og 152 og litirnir eru blár, hvítur, gulur og rauður. Þeir kosta 1000 kr. Allur ágóði af sölunni rennur til góðgerðarmála í ættleiðingarlöndum félagsins. Ung listakona, Unnur Balaka, sem er ættleidd frá Indlandi, teiknaði myndina sem prýðir bolina. Vinsamlegast hafið samband við Kristjönu í netfangið erlenj@hotmail.com ef þið viljið gefa góða gjöf. Uni Dagur Anand og Signý Pála
Lesa meira

Áteiknuð rúmföt

Áteiknuð rúmföt til styrktar ISRC í Kolkata.
Lesa meira

Nýir fjölskyldumeðlimir

Þann 17. desember kom hópur 9 heim með 5 dætur frá Kína. Þann 24. okt. kom lítil stúlka heim frá Pune á Indlandi. Föstudaginn 3. september kom lítill drengur heim frá Kólumbíu með foreldrum sínum. Þann 18. ágúst komu til landsins 3 litlar stúlkur frá Kína. Þann 4. ágúst sl. kom kínahópur 7 frá Jiangxi með 5 litlar stúlkur. Þann 9. júlí sl. komu heim 3 börn, þar af 2 stúlkur og 1 drengur, frá Indlandi. Lítil stúlka, kom 15. júní sl. frá Jiangxi í Kína. Stúlka kom 19. mars sl. frá Kolkata. Þann 10. mars kom kínahópur 6 heim frá Guangxi með 6 stúlkur. 21. jan. sl. komu 2 börn frá Indlandi, drengur og stúlka. Við bjóðum þau öll innilega velkomin heim.
Lesa meira

Svæði