Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
Stjórnarfundur ÍÆ 02.12.2004
02.12.2004
kl. 20:15.
Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Helga Gísladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn.
Fundargerð.
NAC-fundurinn á Íslandi.
Fundurinn gekk mjög vel og voru allir þátttakendur ánægðir.
Gerði var þakkað fyrir gott skipulag og undirbúning.
Lesa meira
Stuttar fréttir af stöðu ættleiðingarmála 06.11.2004
06.11.2004
Indland : Frá Kalkútta komu heim sex börn 2003 sem er umtalsverð fækkun frá síðustu árum. Erfiðleikar og tafir eru vegna breytinga í indverska kerfinu og hafa mörg fleiri félög lent í sömu töfum. Sjö börn eru komin á þessu ári og fleiri væntanleg. Biðtími vegna ættleiðingar frá Kalkútta er amk. 2 ár. Börnin eru nú um ársgömul þegar þau koma heim vegna fyrrnefndra breytinga á ættleiðingarferlinu. Fulltrúar stjórnar ÍÆ fóru til Indlands í desember ´03 til að hitta yfirvöld í Delhi og sitja ráðstefnu um alþjóðlegar ættleiðingar. Alls hafa komið um 150 börn frá Kalkútta. ÍÆ er löggilt til að sjá um ættleiðingar frá Indlandi og leitar nú eftir samstarfi við fleiri barnaheimili þar. Forstöðukona barnaheimilis okkar í Kolkata kom hingað í heimsókn í sept. ´03 og hitti stóran hóp barna frá Kalkútta ásamt fjölskyldum þeirra, var fundurinn mjög ánægjulegur.
Lesa meira
Stjórnarfundur ÍÆ 07.10.2004
07.10.2004
kl. 20:15.
Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Helga Gísladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn.
Fundargerð.
Fyrri fundargerð var samþykkt.
Skemmtinefnd hefur óskað eftir fundi með stjórn og rætt var um mögulega tímasetningu. Stjórnin lýsti ánægju sinni yfir störfum skemmtinefndar.
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.