Fréttir

Stjórnarfundur ÍÆ 05.05.2004

Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Helga Gísladóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn. Fundargerð. Fræðslufulltrúar ÍÆ mættu til fundar við stjórn. Þær ræddu nokkur þau efni sem þær vilja leggja áherslu á í sinni kennslu s.s. áhættuþætti sem geta komið fram hjá ættleiddum börnum. Gera fólki skýra grein fyrir því að ýmislegt getur komið upp á eins og hjá börnum almennt, en þó draga fram að ættleidd börn hafa sérstöðu, sem fjölskyldur þeirra verða vera undirbúin fyrir. Mikilvægt er að fræðslan dragi fram á sjónarsviðið þá erfileika sem kunna koma upp, og leiðir til þess að yfirvinna þá erfileika, því óþarfi er að eyða dýrmætum tíma, í að segja fólki hversu yndislegt það sé að eiga yndisleg börn.
Lesa meira

Stjórnarfundur ÍÆ 01.04.2004

kl. 20:15. Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Gerður Guðmundsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn. Fundargerð.
Lesa meira

Aðalfundur ÍÆ 25.03.2004

haldinn 25.03.2004 í Kristniboðssalnum á Háleitisbraut, kl. 20:30. Fundargerð. Aðalfundur ÍÆ hófst sem fyrr á því að Lisa Yoder formaður, bauð gesti velkomna og lagði til að Guðmundi Rúnari Árnasyni yrði falin fundarstjórn og Ásta Björg Þorbjörnsdóttir yrði ritari fundarins og var það samþykkt. Guðmundur tók þegar við embættinu og lagði til smávægilegar tilfæringar á liðum aðalfundar og voru þær breytingar samþykktar.
Lesa meira

Svæði