Fréttir

Fréttabréf mars 2004

* Fréttir frá skrifstofu * Börnin eru í blóðstreymi mínu - Anju Roy * Nýir Íslendingar * Barnaopnan * Ævintýri í Kólumbíu - saga tvíburanna Jóns og Margrétar * Málþing á 25 ára afmæli ÍÆ * Tengslin við Indland efld * Hafa allir efni á að ættleiða? * Hópar á internetinu * Fræðslustarf ÍÆ
Lesa meira

Morgunblaðið - SKÍNANDI DÓTTIR FRÁ KÍNA

Morgunblaðið - SKÍNANDI DÓTTIR FRÁ KÍNA
Ættleiðing er langt og strangt ferli og tók hátt í þrjú ár hjá mæðgunum Þórunni Sveinbjarnardóttur og Hrafnhildi Ming, þrátt fyrir að þingkonan sé fljót að taka ákvarðanir. Þróunaraðstoð og mannréttindi hafa lengi verið á meðalbaráttumála og hugðarefna Þórunnar og störf hennar fyrir Alþjóða Rauðakrossinn eiga sinn þátt í þeirri ákvörðun hennar að ættleiða barn frá Kína. Hrafnhildur Ming, sextán mánaða, handleikur stóra kubba, tætir tepoka og rífur í pottablóm eins og henn- ar aldri sæmir. Mamma hennar, þingkonan Þórunn Sveinbjarnardóttir, fylgist með og grípur inn í þegar pottablómið er farið að þjást óþarflega mikið. ?Hún hefur mikið skap og lætur ekki ganga framhjá sér,? segir hún og horfir á dóttur sína sem hún fékk fyrst í fangið í Kína fyrir tæpum þremur mánuðum. Þá var lokið ættleiðingarferli sem alls tók tvö ár og níu mánuði. Það er ýmislegt sem getur dregið ættleiðingu á langinn, hér á landi og í heima- landi barnanna. Í Kína virðist daglegt brauð að stúlkubörn séu borin út, þar sem karlkynið er rétthærra þar í landi og lög í gildi um að hjón megi bara eignast eitt barn. Þær sem bornar eru út bjargast stundum og fá þá skjól á munaðarleys- ingjahælum eða barnaheimilum. Auglýst er eftir foreldrum þeirra og ef enginn gef- ur sig fram er hægt að huga að ættleiðingu.
Lesa meira

Flest börnin koma frá Kína

Alls 30 börn ættleidd hingað til lands á síðasta ári og fjölgar ár frá ári
Lesa meira

Svæði