Fáðu fréttir og tilkynningar frá ÍÆ á netfangið þitt.
Flýtilyklar
Fréttir
DV - Fóstur og ættleiðing verði hjá sama embætti
10.10.2002
Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndarstofu, er ósáttur við að hans embætti hafi ekki með ættleiðingarmál að gera.
Þær reglur gilda um fósturráðstafanir að barnaverndarnefndum er óheimilt að ráðstafa fyrr en að fenginni umsögn Barnaverndarstofu. Það er til að tryggja að samræmt mat sé á þeim kröfum sem gerðar eru til hæfis fósturforeldra í landinu öllu, enda ekki eðlilegt, að mati Braga, að svoleiðis vinna dreifist á 50 barnaverndarnefndir í landinu. „Ef við lítum hins vegar á ættleiðingar sem eru í eðli sínu alveg sambærilegar ráðstafanir þá ber svo við að hæfismatið liggur ekki hjá Barnaverndarstofu heldur í umsókn viðkomandi barnaverndarnefnda. Siðan fer
Lesa meira
Stjórnarfundur 08.07.2002
08.07.2002
1. Kínaheimsóknin
2. Umsókn um styrki
3. Útilegan
4. Heimasíðugerð
5. Ættleiðingar frá Indlandi
Lesa meira
Kjördætur frá Kína á leiðinni heim til Íslands
11.05.2002
11. maí 2002 | Miðopna | 1252 orð | 1 mynd
Kjördætur frá Kína á leiðinni heim til Íslands
Lísa Yoder: Allar nýjar leiðir eru gleðiefni.
TÍU stúlkubörn frá Kína koma hingað til lands með íslenskum foreldrum sínum á næstunni. Þessir nýju Íslendingar bjuggu á barnaheimilum í fæðingarlandi sínu þar til fyrir nokkrum dögum, að hópur Íslendinga lagði land undir fót og hitti loks langþráð kjörbörn sín. Þá tók við bið sem enn stendur, á meðan gengið er frá ættleiðingum stúlknanna tíu, en á meðan búa þær hjá kjörforeldrum sínum, sem bráðlega halda heim á leið með dæturnar. Þetta eru fyrstu börnin sem ættleidd eru hingað til lands frá Kína, í samræmi við samkomulag íslenska dómsmálaráðuneytisins og kínverska félagsmálaráðuneytisins. Í júlí á síðasta ári var skýrt frá því í Morgunblaðinu að samkomulagið væri í burðarliðnum og þá fylgdi sögunni að mörg kínversk börn biðu ættleiðingar í heimalandi sínu og þetta samkomulag myndi því opna mikla möguleika á ættleiðingum erlendis frá. Önnur Norðurlönd hefðu góða reynslu af samskiptum við Kínverja í ættleiðingarmálum. "Meginreglan verður sú," sagði í fréttinni, "að væntanlegir kjörforeldrar sem vilja ættleiða börn í Kína munu þurfa að fara sjálfir til landsins til að sækja börnin."
Lesa meira
Leit
Gerast félagi
Íslensk ættleiðing er eina félagið á Íslandi sem hefur löggildingu stjórnvalda til að annast milligöngu um ættleiðingar erlendis frá. Félagið var stofnað af áhugafólki um málefnið árið 1978 og hefur reksturinn lengst af verið borinn uppi af sjálfsaflafé og miklu sjálfboðastarfi félagsmanna.
Árgjald Íslenskrar ættleiðingar er 4.900 krónur fyrir einstakling.