Fréttir

Vísir.is - "Það er ekki okkar réttur að verða foreldri, það er réttur barnsins að eiga fjölskyldu"

Vísir.is -
Elísabet Hrund Salvarsdóttir upplifði strax sterkar tilfinningar þegar hún fékk ættleidd börn sín í fangið. Elísabet Hrund Salvarsdóttir og eiginmaður hennar reyndu í mörg ár að eignast barn áður en þau tóku ákvörðun um að ættleiða. Nú eiga þau tvö börn, fjögurra og sjö ára gömul, sem bæði eru ættleidd hingað frá Tékklandi. Elísabet segir að hún hefði viljað ættleiða fyrr í stað þess að fara í allar frjósemismeðferðirnar og bíða svona lengi með að byrja ferlið. „Ég held að ég hafi verið svona 25 ára. Ég og maðurinn minn vorum búin að vera saman í að verða fjögur ár, þá fórum við að hugsa að við vildum ekki verða of gamlir foreldrar,“ segir Elísabet um það hvenær þau fóru fyrst að ræða barneignir. „Við vorum bara tilbúin. Við vorum í fínni vinnu, búin að mennta okkur og komin með húsnæði. Þá byrjaði þetta. Fyrst með heimaleikfimi í nokkur ár og svo þegar það var ekki að virka þá fór ég til kvensjúkdómalæknis í skoðun. Það var allt í lagi nema mjög líklega væri ég með endómetríósu.“ Aftur og aftur í sama rússíbanann Endómetríósufrumur setjast á yfirborðsþekju á hinum ýmsu líffærum, bregðast við mánaðarlegum hormónabreytingum líkamans og geta valdið þar bólgum, blæðingum, blöðrum og samgróningum. Endómetríósa getur valdið miklum sársauka, þvagblöðru- og þarmavandamálum auk ófrjósemi. „Ég fór í aðgerð við því og þá er í rauninni brennt fyrir. Hún var ótrúlega sársaukafull, það er blásið eins og lofti inn í mann og maður fær svo mikla verki í axlirnar. Þetta gekk samt mjög vel. Eftir þetta leituðum við til Art Medica, þá var Livio ekki komið.“ Við tók langt og erfitt ferli við að reyna að eignast barn með aðstoð. „Ég held að við höfum farið sex sinnum í tæknisæðingu. Það gekk ekki neitt. Við þá rannsókn kom í ljós að sæðið hjá manninum mínum væri latt og þyrfti aðstoð. Samt erum við skráð með óútskýrða ófrjósemi. Eftir þessar sex meðferðir var ákveðið að fara í smásjárfrjóvgun og það voru einhver fjögur eða fimm skipti.“ Elísabet segir að þetta hafi ekki verið auðvelt ferli, en þau fóru mjög oft í gegnum sama rússíbanann. „Öll hormónin sem þú þarft að taka. Þú verður í rauninni óléttur þó að líkaminn verði ekki óléttur bara út af þessum efnum. Það náðust alltaf heilbrigð egg og það urðu til fósturvísar en þau festust aldrei.“
Lesa meira

Lokað vegna ráðstefnu

Skrifstofa félagsins verður lokuð miðvikudaginn 2. október vegna ráðstefnu félags- og barnamálaráðherra, Breytingar í þágu barna. Skrifstofan verður opin venju samkvæmt 3. október frá 09-12, verið velkomin.
Lesa meira

Vísir.is - Snýst ekki um vanhæfni heldur þekkingarleysi á ættleiðingum

Vísir.is - Snýst ekki um vanhæfni heldur þekkingarleysi á ættleiðingum
„Það er margt í lífinu sem er ekki algengt en þegar þær aðstæður koma upp þurfum við að kunna að takast á við þær,“ segir Dr. David Brodzinsky, doktor í sálfræði, í samtali við Vísi. Hann segir mikilvægt að þeir sem starfi með ættleiddum börnum og fjölskyldum þeirra hér á landi hafi einhverja þekkingu á ættleiðingum, hvort sem það eru kennarar, félagsráðgjafar, heilbrigðisstarfsmenn eða aðrir. „Það er ekki hægt að vita hvort ættleiðingum fjölgar hér á landi eða fækkar og það fylgja vandamál þegar fólk hefur ekki næga þjálfun. Þegar það er ekki mikil þörf, það er að segja ef það eru ekki margir þannig einstaklingar sem þarf að sinna, þá er minni hvatning fyrir fagfólk að leita sér frekari þekkingar. Þetta þýðir að foreldrar ættleiddra barna þurfa að vera sterk og fylgja sínum málum vel eftir, fyrir sig og börnin sín.“ Nefnir hann sem sambærilegt dæmi að foreldrar barna með sjaldgæfa sjúkdóma þurfa stundum að berjast til þess að fá réttar greiningar, rétt lyf og þá þjónustu sem þarf. „Þetta er reyndar kannski ekki besta dæmið þar sem annars vegar er um að ræða sjúkdóm og ættleiðing er ekki sjúkdómur. En bæði er samt sjaldgæft. Það sem ég reyni alltaf að segja fagfólki er að enginn ætlast til þess að þú vitir allt, en við getum ætlast til þess að þú sért opin fyrir því að læra.“
Lesa meira

Svæði